Gerir ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir mánaðamót Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Vísir/Anton Brink Forseti Alþingis gerir ráð fyrir að þingstörfum ljúki fyrir mánaðarmót. Hún segir þó stefna í langa umræðu um veiðigjöldin sem verði afgreidd fyrir sumarhlé Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst í gær og stóð yfir frá klukkan þrjú til miðnættis. Frumvarpið er aftur á dagskrá þingsins í dag og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir stefna í langa umræðu. Hún vonar þó að samkomulag náist brátt um þinglok og segir þreifingar í gangi. „Það eru alltaf samtöl í gangi og vonandi skila þau einhverju fyrr en seinna,“ segir Þórunn. Enginn þurfi að skammast sín Í minnihlutaálitum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í atvinnuveganefnd er lagt til að frumvarpinu verði vísað frá eða aftur til ríkisstjórnar þannig að hægt sé að bæta úr þeim annmörkum sem þeir telja vera á málinu. „Það er svigrúm fyrir hæstvirtan ráðherra til að hvetja stjórnarþingmenn til að láta gott heita, taka málið til sín og vinna það betur í gegnum sumarið og haustið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að ná ekki öllum málum í gegn á þingi sem byrjar í febrúar í stað þess að byrja í september eins og hefðbundið þing,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn höfunda minnihlutaálitanna á Alþingi í gær. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, skrifaði ásamt fleiri þingmönnum í minnihluta atvinnuveganefnd nefndarálit þar sem lagt er til að veiðigjaldafrumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Þórunn segir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé. Ekki hafi komi til tals að beita þingskaparlögum til þess að stöðva umræðu og ganga til atkvæða. Samkvæmt þingskaparlögum er sumarhlé á þingi frá 1. júlí til 10. ágúst. Þetta er þó ekki algilt og þingfundir hafa oft teygt sig fram í júlí. Þórunn segist ekki gera ráð fyrir að svo verði nú. „Ég er ekki að gera ráð fyrir því og ég vona að okkur takist að komast hér að samkomulag um þinglok þannig að sómi sé að.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst í gær og stóð yfir frá klukkan þrjú til miðnættis. Frumvarpið er aftur á dagskrá þingsins í dag og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir stefna í langa umræðu. Hún vonar þó að samkomulag náist brátt um þinglok og segir þreifingar í gangi. „Það eru alltaf samtöl í gangi og vonandi skila þau einhverju fyrr en seinna,“ segir Þórunn. Enginn þurfi að skammast sín Í minnihlutaálitum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í atvinnuveganefnd er lagt til að frumvarpinu verði vísað frá eða aftur til ríkisstjórnar þannig að hægt sé að bæta úr þeim annmörkum sem þeir telja vera á málinu. „Það er svigrúm fyrir hæstvirtan ráðherra til að hvetja stjórnarþingmenn til að láta gott heita, taka málið til sín og vinna það betur í gegnum sumarið og haustið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að ná ekki öllum málum í gegn á þingi sem byrjar í febrúar í stað þess að byrja í september eins og hefðbundið þing,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn höfunda minnihlutaálitanna á Alþingi í gær. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, skrifaði ásamt fleiri þingmönnum í minnihluta atvinnuveganefnd nefndarálit þar sem lagt er til að veiðigjaldafrumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Þórunn segir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé. Ekki hafi komi til tals að beita þingskaparlögum til þess að stöðva umræðu og ganga til atkvæða. Samkvæmt þingskaparlögum er sumarhlé á þingi frá 1. júlí til 10. ágúst. Þetta er þó ekki algilt og þingfundir hafa oft teygt sig fram í júlí. Þórunn segist ekki gera ráð fyrir að svo verði nú. „Ég er ekki að gera ráð fyrir því og ég vona að okkur takist að komast hér að samkomulag um þinglok þannig að sómi sé að.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira