Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 14:01 Fimm íslenskar flugfreyjur klæddar einkennisbúningum Pan Am frá mismunandi tímabilum. Pan Am Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am. Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira