Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 14:01 Fimm íslenskar flugfreyjur klæddar einkennisbúningum Pan Am frá mismunandi tímabilum. Pan Am Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am. Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist