Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 09:44 Sigfús, forsprakki samtakanna Ísland, þvert á flokka, fór rangt með þegar hann fullyrti að Grímur ætti að halda sig á mottunni því Geðhjálp væri rekið á kostnað ríkisins. Bein framlög ríkisins eru hins vegar hverfandi liður í tekjum Geðhjálpar. vísir/viktor freyr/vilhelm Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi. Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur. Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur.
Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent