Segir stefna í menningarslys á Birkimel Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 19:23 Örn Þór Halldórsson, arkitekt og íbúi á Grenimel. vísir/ívar Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“ Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“
Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira