Ný og glæsileg heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2025 21:03 Nýja heilsugæslustöðin er staðsett í Sandgerði, sem er hluti af Suðurnesjabæ en alls eru íbúar bæjarfélagsins um 4.700. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar. Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira