Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 11:32 Kristján Arason faðmar hér son sinn Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir úrslitaleikinn en til hægri þá lyftir Gísli Meistaradeildarbikarnum. TikTok/Jürgen Fromme/Getty/Jürgen Fromme Það var mjög tilfinningarík stund á milli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og faðir hans Kristjáns Arasonar eftir að Gísli vann Meistaradeildina um helgina. Gísli fór fyrir liði Magdeburg í leiknum, skoraði átta mörk og var eftir leikinn kosinn mikilvægasti leikmaður Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. Gísli hefur þurft að vinna sig í gegnum mikið mótlæti og erfið meiðsli, nú síðasta á vormánuðum. Hann sýndi hins vegar gríðarlega andlegan styrk og vilja að koma svona sterkur inn í leik á stærsta sviðinu. Það var ekki búist við sigri Magdeburg fyrir leikinn en með Gísla í slíkum ham er erfitt að eiga við liðið. Kristján sjálfur er einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi og hann þekkir líka erfið axlarmeiðsli og hvað þarf til að spila í gegnum þau. Kristján var augljóslega afar stoltur af syni sínum eftir leikinn og það má sjá tárin falla þegar hann faðmaði Gísla innilega. Kristján varð sjálfur Þýskalandsmeistari með Gummersbach og Evrópubikarmeistari með Teka Santander. Gísli hefur unnið þýsku deildina einu sinni og nú Meistaradeildina tvisvar með Magdeburg. Gunnar Ari Kristjánsson, sonur Kristjáns og eldri bróðir Gísla, náði þessari stund feðganna á myndband og birti á Tik Tok eins og má sjá hér fyrir neðan. @gunnararii Magdeburg 💚❤️ #final4 #ísland🇮🇸 #köln #handball ♬ Kids - 🧇 Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski boltinn Tengdar fréttir Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. 16. júní 2025 12:31 Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg, var í annað sinn á ferlinum valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Hann var einnig valinn bestur árið 2023 þegar Magdeburg stóð uppi sem Evrópumeistari líkt og í ár. 15. júní 2025 19:54 Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg er Evrópumeistari í annað sinn á síðustu þremur árum eftir sigur á Füchse Berlín í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru frábærir í leiknum. 15. júní 2025 17:50 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira
Gísli fór fyrir liði Magdeburg í leiknum, skoraði átta mörk og var eftir leikinn kosinn mikilvægasti leikmaður Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. Gísli hefur þurft að vinna sig í gegnum mikið mótlæti og erfið meiðsli, nú síðasta á vormánuðum. Hann sýndi hins vegar gríðarlega andlegan styrk og vilja að koma svona sterkur inn í leik á stærsta sviðinu. Það var ekki búist við sigri Magdeburg fyrir leikinn en með Gísla í slíkum ham er erfitt að eiga við liðið. Kristján sjálfur er einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi og hann þekkir líka erfið axlarmeiðsli og hvað þarf til að spila í gegnum þau. Kristján var augljóslega afar stoltur af syni sínum eftir leikinn og það má sjá tárin falla þegar hann faðmaði Gísla innilega. Kristján varð sjálfur Þýskalandsmeistari með Gummersbach og Evrópubikarmeistari með Teka Santander. Gísli hefur unnið þýsku deildina einu sinni og nú Meistaradeildina tvisvar með Magdeburg. Gunnar Ari Kristjánsson, sonur Kristjáns og eldri bróðir Gísla, náði þessari stund feðganna á myndband og birti á Tik Tok eins og má sjá hér fyrir neðan. @gunnararii Magdeburg 💚❤️ #final4 #ísland🇮🇸 #köln #handball ♬ Kids - 🧇
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski boltinn Tengdar fréttir Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. 16. júní 2025 12:31 Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg, var í annað sinn á ferlinum valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Hann var einnig valinn bestur árið 2023 þegar Magdeburg stóð uppi sem Evrópumeistari líkt og í ár. 15. júní 2025 19:54 Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg er Evrópumeistari í annað sinn á síðustu þremur árum eftir sigur á Füchse Berlín í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru frábærir í leiknum. 15. júní 2025 17:50 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira
Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. 16. júní 2025 12:31
Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg, var í annað sinn á ferlinum valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Hann var einnig valinn bestur árið 2023 þegar Magdeburg stóð uppi sem Evrópumeistari líkt og í ár. 15. júní 2025 19:54
Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg er Evrópumeistari í annað sinn á síðustu þremur árum eftir sigur á Füchse Berlín í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru frábærir í leiknum. 15. júní 2025 17:50