Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júní 2025 17:02 Verkið Life In This House is Over verður frumsýnt í Tjarnarbíói á fimmtudaginn næsta. Saga Sig Það er mikil dansveisla í vændum í Reykjavík en 19. og 20. júní næstkomandi mun listahópurinn Source Material frumsýna verkið Life in this House is Over í Tjarnarbíói. Leikstjóri er Samantha Shay og á verkið rætur sínar að rekja í samvinnu hennar við sögulega dansflokkinn Pina Bausch. Hér má sjá stiklu úr þessu einstaka dansverki: Klippa: Life In This House is Over - stikla Í fréttatilkynningu segir: „Life in this House is Over er framúrstefnulegt dansleikhúsverk sem fjallar um félagslegan vandræðaleika sorgar og er undir innblæstri af skrifum Anton Chekhov. Verkið veltir upp spurningum á borð við: „Hvernig förum við áfram þegar óljós framtíð þrýstir á deyjandi fortíð þar sem tákn fortíðar eru samofin flækjum mannlegs þjáningarferlis?“ Og: „Er tenging möguleg í heimi sem er teygður til hins ýtrasta af krafti yfirvofandi breytinga?“ Verkið snertir á vendipunkti milli fortíðar og framtíðar og bregst við lifandi heimi minninga í undirmeðvitundinni. Eitt listform rís upp úr öðru og einni túlkun er algjörlega hafnað, svo áhorfendur geti sjálfir skynjað fjölbreytt þemu verksins. Verkið vekur upp kynslóðaspennuna sem finnst í textum Chekhovs, sem skrifuð er á tímamótum mikilla breytinga. Í gegnum efni, form og samhengi horfumst við í augu persónulegrar og sameiginlegrar fortíðar okkar og spyrjum hverju, ef einhverju, sé hægt að bjarga og hvað verði að skilja eftir.“ Verkið á rætur sínar að rekja í samvinnu leikstjórans Samathu Shay við hinn virta dansflokk Tanztheater Wuppertal Pina Bausch og þaulreyndir núverandi og fyrrverandi dansarar flokksins koma fram ásamt meðlimum úr pólska leikhópnum Teatr ZAR. Verkið er magnþrungið.Saga Sig Samantha Shay er fjölhæf listakona, flytjandi, leikstjóri í leikhúsi og kvikmyndum og hreyfilistamaður. Hún þykir skapandi frumkvöðull og leggur upp úr verkum sem ögra hefðbundnum mörkum. Samantha lauk nýlega við sérstakt rannsóknarnám í leikstjórn í David Geffen School of Drama við Yale-háskóla og er jafnframt listrænn stjórnandi Source Material – þverfaglegs framleiðslufyrirtækis og listahóps sem hún stofnaði árið 2014. Sömuleiðis hefur hún komið víða við í íslensku listsenunni en þetta er þriðja verkið sem hún sýnir í Tjarnarbíói. Þá hefur hún tvisvar komið að LungA hátíðinni, leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir íslensku tónlistarkonurnar Sóleyju og JFDR og unnið með listakonunum Freyju Eilífu og Júlíönnu Ósk Hafberg að þverfaglegum kvikmyndaverkefnum sem byggð eru á myndlist þeirra. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna. Dans Menning Sýningar á Íslandi Tjarnarbíó Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hér má sjá stiklu úr þessu einstaka dansverki: Klippa: Life In This House is Over - stikla Í fréttatilkynningu segir: „Life in this House is Over er framúrstefnulegt dansleikhúsverk sem fjallar um félagslegan vandræðaleika sorgar og er undir innblæstri af skrifum Anton Chekhov. Verkið veltir upp spurningum á borð við: „Hvernig förum við áfram þegar óljós framtíð þrýstir á deyjandi fortíð þar sem tákn fortíðar eru samofin flækjum mannlegs þjáningarferlis?“ Og: „Er tenging möguleg í heimi sem er teygður til hins ýtrasta af krafti yfirvofandi breytinga?“ Verkið snertir á vendipunkti milli fortíðar og framtíðar og bregst við lifandi heimi minninga í undirmeðvitundinni. Eitt listform rís upp úr öðru og einni túlkun er algjörlega hafnað, svo áhorfendur geti sjálfir skynjað fjölbreytt þemu verksins. Verkið vekur upp kynslóðaspennuna sem finnst í textum Chekhovs, sem skrifuð er á tímamótum mikilla breytinga. Í gegnum efni, form og samhengi horfumst við í augu persónulegrar og sameiginlegrar fortíðar okkar og spyrjum hverju, ef einhverju, sé hægt að bjarga og hvað verði að skilja eftir.“ Verkið á rætur sínar að rekja í samvinnu leikstjórans Samathu Shay við hinn virta dansflokk Tanztheater Wuppertal Pina Bausch og þaulreyndir núverandi og fyrrverandi dansarar flokksins koma fram ásamt meðlimum úr pólska leikhópnum Teatr ZAR. Verkið er magnþrungið.Saga Sig Samantha Shay er fjölhæf listakona, flytjandi, leikstjóri í leikhúsi og kvikmyndum og hreyfilistamaður. Hún þykir skapandi frumkvöðull og leggur upp úr verkum sem ögra hefðbundnum mörkum. Samantha lauk nýlega við sérstakt rannsóknarnám í leikstjórn í David Geffen School of Drama við Yale-háskóla og er jafnframt listrænn stjórnandi Source Material – þverfaglegs framleiðslufyrirtækis og listahóps sem hún stofnaði árið 2014. Sömuleiðis hefur hún komið víða við í íslensku listsenunni en þetta er þriðja verkið sem hún sýnir í Tjarnarbíói. Þá hefur hún tvisvar komið að LungA hátíðinni, leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir íslensku tónlistarkonurnar Sóleyju og JFDR og unnið með listakonunum Freyju Eilífu og Júlíönnu Ósk Hafberg að þverfaglegum kvikmyndaverkefnum sem byggð eru á myndlist þeirra. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna.
Dans Menning Sýningar á Íslandi Tjarnarbíó Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira