Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 10:31 Lionel Messi mun þurfa að bíða lengur eftir fyrsta marki mótsins. Kevin C. Cox/Getty Images Inter Miami og Al Ahly gerðu markalaust jafntefli í opnunarleiknum á heimsmeistaramóti félagsliða í fótbolta. Argentínumaðurinn í marki heimamanna var valinn maður leiksins við öruggar aðstæður á Hard Rock leikvanginum í Miami. Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington. HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira