Ríkjandi meistarinn úr leik og aðeins þrír kylfingar undir pari Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 15:31 Bryson DeChambeau spilaði skelfilegar seinni níu holur í gær og náði ekki í gegnum niðurskurðinn. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir tvo keppnisdaga á hinum erfiða Oakmont golfvelli eru aðeins þrír kylfingar með skor undir pari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Ríkjandi meistarinn Bryson DeChambeau missti af niðurskurðinum. Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan Golf Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan
Golf Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira