Ríkjandi meistarinn úr leik og aðeins þrír kylfingar undir pari Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 15:31 Bryson DeChambeau spilaði skelfilegar seinni níu holur í gær og náði ekki í gegnum niðurskurðinn. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir tvo keppnisdaga á hinum erfiða Oakmont golfvelli eru aðeins þrír kylfingar með skor undir pari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Ríkjandi meistarinn Bryson DeChambeau missti af niðurskurðinum. Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan Golf Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan
Golf Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira