Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum Davíð Stefán Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:01 Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Góðverk Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun