Í Kópavogi borga tekjuháir foreldrar leikskólabarna mest, er það svo ósanngjarnt? Rakel Ýr Isaksen skrifar 14. júní 2025 11:30 Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar