Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“ Agnar Már Másson skrifar 13. júní 2025 17:12 Þórdís Kolbrún (t.h.) kemur Þorgerði Katrínu (t.v.) til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu ráðherrann til ríkislögreglustjóra fyrir landráð. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra. „Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni. Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
„Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni.
Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira