Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júní 2025 20:02 Það getur verið ljúft en líka mikilvægt að sofa nógu lengi. Getty Images Offita er vaxandi vandamál hér landi og við eltum þá þróun sem er að gerast í Bandaríkjunum þar sem fitulifur er orðin algengari vegna sykurs en áfengis. Í dag eru um 70 prósent landsmanna í yfirþyngd, 30 prósent fullorðinna skilgreinast með offitu og undanfarin ár hefur algengi offitu barna á Íslandi aukist verulega en um 7,5 prósent barna eru nú talin vera með offitu. Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms.
Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira