Forsætisráðherra Spánar biður þjóðina afsökunar á spillingarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 16:02 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, á ekki sjö dagana sæla. Einn nánasti bandamaður hans er nú sakaður um mútuþægni. AP/Ng Han Guan Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar vegna náins ráðgjafa sem er grunaður um aðild að mútumáli. Nokkrir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Sánchez eru taldir bendlaðir við spillingarmálið. Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira