Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 08:48 Slysið átti sér stað skammt frá Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Vísir/Samsett Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.
Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58