Gummi lögga er maður ársins 2025 Agnar Már Másson og Telma Tómasson skrifa 31. desember 2025 15:06 Guðmundur Fylkisson kvaðst djúpt snortinn þegar hann tók við viðurkenningunni í Kryddsíldinni í dag. Vísir Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. „Maður er hrærður og þakklátur en líka sorgmæddur,“ sagði Guðmundur þegar hann tók við viðurkenningu í Kryddsíldinni í dag, gamlársdag. Eitt stærsta fréttamál ársins er stækkandi hópur barna og ungmenna með fjölþættan vanda, og úrræðaleysið sem honum mætir. Foreldrar berjast fyrir því að missa ekki börnin sín, sem týnast; eru með fíknivanda, geðræna kvilla eða hegðunarvanda og nýr hópur er af erlendu bergi brotinn. Þetta eru um 600 börn á liðnum áratug; nánast jafnmargar stúlkur og drengir. Af þessum hópi eru minnst 11 ungmenni dáin, þar af tvö undir 18 ára aldri. Þau létust úr ofneyslu fíkniefna eða sviptu sig lífi. Málin eru þung og kerfið nær ekki alltaf að grípa þennan viðkvæma hóp. „Það skiptir máli að því sé komið í réttan farveg og að við höfum eitthvað til að mæta þessum börnum. Þetta eru börnin okkar,“ segir Lilja Björk Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi og teymisstjóri í Barnaverndarþjónustu Kópavogs. „Hans störf, reynslan og tengingin við unglingana okkar er ómetanleg. Hann er okkar haldreipi í erfiðum málum og ná til þeirra og mynda traust og mæta þeim þar sem þau eru. Og við sannarlega finnum fyrir því þegar hann er ekki í vinnu,“ segir Lilja Björk Guðrúnardóttir félagsráðgjafi og teymisstjóri í Barnaverndarþjónstu Kópavogs. Fólk sem stimplar sig ekki út klukkan fimm Mörgum er þó komið til aðstoðar, stundum á ögurstundu, en að þeim málum koma hvunndagshetjur í opinberum störfum, sem vinna við krefjandi aðstæður, búa oft við vanfjármögnun verkefna en láta sér annt um unga skjólstæðinga sína sem ekki rata réttu leiðina. Ljós í myrkrinu, einhvers konar líflína, og stundum eina tenging foreldra og ástvina við týndu börnin á erfiðum tímum. „Hans störf, reynslan og tengingin við unglingana okkar er ómetanleg. Hann er okkar haldreipi í erfiðum málum og ná til þeirra og mynda traust og mæta þeim þar sem þau eru. Og við sannarlega finnum fyrir því þegar hann er ekki í vinnu,“ segir Lilja Björk Guðrúnardóttir félagsráðgjafi og teymisstjóri í Barnaverndarþjónstu KópavogsVísir „Það er fullt af frábæru fólki og góðu fólki og við höfum verið með tvo rosalega flotta fulltrúa hjá Barnavernd sem hafa einhvern veginn alveg haldið utan um mann og maður er búinn að grenja á öxlunum á þeim öllum,“ segir María Sif Ericsdóttir, móðir drengs sem hefur glímt við fíkn og dvelur nú í meðferðarúrræði í Suður-Afríku. Undir þetta tekur Ingibjörg Einarsdóttir, sem sömuleiðis er móðir drengs sem hefur átt við erfiðleika að stríða. „Barnaverndarfulltrúinn minn hefur ekki stimplað sig út klukkan fimm. Og hefur athugað hvort það sé í lagi með mann á kvöldin og Bakvaktarstarfsmennirnir hafa allir vakað með mér þegar ég hef verið að leita,“ segir Ingibjörg í samtali við fréttastofu. Mæðurnar María Sif Ericsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, sem fóru báðar með börn sín til Suður-Afríku í meðferð. Vísir Hann er okkar haldreipi Einn starfsmaður er nefndur oftar en aðrir og er það Guðmundur, eða Gummi lögga eins og hann er jafnan nefndur, sem hefur verið vakinn og sofinn í meira en áratug yfir því verkefni að bjarga börnum í nauð. Honum er hvarvetna borin vel sagan. „Hann skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Hans störf, reynslan og tengingin við unglingana okkar er ómetanleg. Hann er okkar haldreipi í erfiðum málum og ná til þeirra og mynda traust og mæta þeim þar sem þau eru. Og við sannarlega finnum fyrir því þegar hann er ekki í vinnu og málum er útdeilt annað, en það tekur enginn við keflinu eins og hann,“ segir Lilja Björk. María Sif segir hann alltaf reiðubúinn að aðstoða börn í vanda. „Hann er riddari krakkanna. Kletturinn í þessum ólgusjó sem við erum að fara í gegnum. Maður hringir eitt símtal og hann er mættur. Hann er alltaf til taks,“ segir María Sif Ericsdóttir, móðir drengs sem dvelur nú í meðferðarúrræði í Suður – AfríkuVísir „Hann er riddari krakkanna. Kletturinn í þessum ólgusjó sem við erum að fara í gegnum. Maður hringir eitt símtal og hann er mættur. Hann er alltaf til taks. Við mætum alltaf stuðningi og hlýju, sem er svo mikilvægt því þetta er svo ótrúlega erfitt.“ Og Ingibjörg segir hann hafa verið líflína svo margra í ólýsanlega erfiðum aðstæðum. „Að svo mörgu leyti, miklu meira en fólk áttar sig á,“ segir hún. Upplifir mikið þakklæti Hjörleifur Björnsson er faðir Hávarðar Mána, sem fyrr á þessu ári svipti sig lífi, aðeins tvítugur að aldri. Hann hafði glímt við fíknisjúkdóm um árabil og kom víða að lokuðum dyrum í meðferðarkerfinu, að sögn Hjörleifs, sem er afar gagnrýnin á þau úrræði sem standa ungu fólki í vanda til boða. Einn maður í kerfinu hafi þótt mætt syni sínum með góðvild og sýnt honum virðingu. „Hann er náttúrulega búinn að bjarga ótal lífum barna og ungmenna með sínu starfi, óeigingjarna starfi. Hann er vakinn og sofinn yfir þessu meðan aðrir eru að það kannski ekki. Fyrir utan að hversu góð og heil samskipti hans eru við foreldrin og börnin, sem elska hann líka. Hann er búinn að bjarga mörgum ungmennum í ólýsanlegum aðstæðum og alvarlegum sjálfsskaða,“ segir Hjörleifur. Guðmundur kveður sárt að upplifa afskiptaleysi kerfisins, en sjálfur segir hann það erfiðasta við starfið að bera kisturnar þeirra sem ekki tókst að bjarga. Hins vegar sé hann djúpt snortinn í hvert sinn sem einstaklingur, sem hann hefur komið til aðstoðar, kemst á beinu brautina og finnur nýtt og betra líf. Hann upplifir mikið þakklæti frá börnum, foreldrum og samfélagi og finnst hann vera að gera gagn. „Hann er náttúrulega búinn að bjarga ótal lífum barna og ungmenna með sínu starfi, óeigingjarna starfi. Hann er vakinn og sofinn yfir þessu meðan aðrir eru að það kannski ekki,“ segir Hjörleifur Björnsson, faðir Hávarðar Mána, sem svipti sig lífi fyrr á þessu ári aðeins tvítugur að aldri eftir áralanga baráttu við fíknisjúkdómVísir Sjá má Kryddsíld 2025 í heild sinni í spilaranum að neðan. Kryddsíld Áramót Lögreglan Fréttir ársins 2025 Börn og uppeldi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
„Maður er hrærður og þakklátur en líka sorgmæddur,“ sagði Guðmundur þegar hann tók við viðurkenningu í Kryddsíldinni í dag, gamlársdag. Eitt stærsta fréttamál ársins er stækkandi hópur barna og ungmenna með fjölþættan vanda, og úrræðaleysið sem honum mætir. Foreldrar berjast fyrir því að missa ekki börnin sín, sem týnast; eru með fíknivanda, geðræna kvilla eða hegðunarvanda og nýr hópur er af erlendu bergi brotinn. Þetta eru um 600 börn á liðnum áratug; nánast jafnmargar stúlkur og drengir. Af þessum hópi eru minnst 11 ungmenni dáin, þar af tvö undir 18 ára aldri. Þau létust úr ofneyslu fíkniefna eða sviptu sig lífi. Málin eru þung og kerfið nær ekki alltaf að grípa þennan viðkvæma hóp. „Það skiptir máli að því sé komið í réttan farveg og að við höfum eitthvað til að mæta þessum börnum. Þetta eru börnin okkar,“ segir Lilja Björk Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi og teymisstjóri í Barnaverndarþjónustu Kópavogs. „Hans störf, reynslan og tengingin við unglingana okkar er ómetanleg. Hann er okkar haldreipi í erfiðum málum og ná til þeirra og mynda traust og mæta þeim þar sem þau eru. Og við sannarlega finnum fyrir því þegar hann er ekki í vinnu,“ segir Lilja Björk Guðrúnardóttir félagsráðgjafi og teymisstjóri í Barnaverndarþjónstu Kópavogs. Fólk sem stimplar sig ekki út klukkan fimm Mörgum er þó komið til aðstoðar, stundum á ögurstundu, en að þeim málum koma hvunndagshetjur í opinberum störfum, sem vinna við krefjandi aðstæður, búa oft við vanfjármögnun verkefna en láta sér annt um unga skjólstæðinga sína sem ekki rata réttu leiðina. Ljós í myrkrinu, einhvers konar líflína, og stundum eina tenging foreldra og ástvina við týndu börnin á erfiðum tímum. „Hans störf, reynslan og tengingin við unglingana okkar er ómetanleg. Hann er okkar haldreipi í erfiðum málum og ná til þeirra og mynda traust og mæta þeim þar sem þau eru. Og við sannarlega finnum fyrir því þegar hann er ekki í vinnu,“ segir Lilja Björk Guðrúnardóttir félagsráðgjafi og teymisstjóri í Barnaverndarþjónstu KópavogsVísir „Það er fullt af frábæru fólki og góðu fólki og við höfum verið með tvo rosalega flotta fulltrúa hjá Barnavernd sem hafa einhvern veginn alveg haldið utan um mann og maður er búinn að grenja á öxlunum á þeim öllum,“ segir María Sif Ericsdóttir, móðir drengs sem hefur glímt við fíkn og dvelur nú í meðferðarúrræði í Suður-Afríku. Undir þetta tekur Ingibjörg Einarsdóttir, sem sömuleiðis er móðir drengs sem hefur átt við erfiðleika að stríða. „Barnaverndarfulltrúinn minn hefur ekki stimplað sig út klukkan fimm. Og hefur athugað hvort það sé í lagi með mann á kvöldin og Bakvaktarstarfsmennirnir hafa allir vakað með mér þegar ég hef verið að leita,“ segir Ingibjörg í samtali við fréttastofu. Mæðurnar María Sif Ericsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, sem fóru báðar með börn sín til Suður-Afríku í meðferð. Vísir Hann er okkar haldreipi Einn starfsmaður er nefndur oftar en aðrir og er það Guðmundur, eða Gummi lögga eins og hann er jafnan nefndur, sem hefur verið vakinn og sofinn í meira en áratug yfir því verkefni að bjarga börnum í nauð. Honum er hvarvetna borin vel sagan. „Hann skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Hans störf, reynslan og tengingin við unglingana okkar er ómetanleg. Hann er okkar haldreipi í erfiðum málum og ná til þeirra og mynda traust og mæta þeim þar sem þau eru. Og við sannarlega finnum fyrir því þegar hann er ekki í vinnu og málum er útdeilt annað, en það tekur enginn við keflinu eins og hann,“ segir Lilja Björk. María Sif segir hann alltaf reiðubúinn að aðstoða börn í vanda. „Hann er riddari krakkanna. Kletturinn í þessum ólgusjó sem við erum að fara í gegnum. Maður hringir eitt símtal og hann er mættur. Hann er alltaf til taks,“ segir María Sif Ericsdóttir, móðir drengs sem dvelur nú í meðferðarúrræði í Suður – AfríkuVísir „Hann er riddari krakkanna. Kletturinn í þessum ólgusjó sem við erum að fara í gegnum. Maður hringir eitt símtal og hann er mættur. Hann er alltaf til taks. Við mætum alltaf stuðningi og hlýju, sem er svo mikilvægt því þetta er svo ótrúlega erfitt.“ Og Ingibjörg segir hann hafa verið líflína svo margra í ólýsanlega erfiðum aðstæðum. „Að svo mörgu leyti, miklu meira en fólk áttar sig á,“ segir hún. Upplifir mikið þakklæti Hjörleifur Björnsson er faðir Hávarðar Mána, sem fyrr á þessu ári svipti sig lífi, aðeins tvítugur að aldri. Hann hafði glímt við fíknisjúkdóm um árabil og kom víða að lokuðum dyrum í meðferðarkerfinu, að sögn Hjörleifs, sem er afar gagnrýnin á þau úrræði sem standa ungu fólki í vanda til boða. Einn maður í kerfinu hafi þótt mætt syni sínum með góðvild og sýnt honum virðingu. „Hann er náttúrulega búinn að bjarga ótal lífum barna og ungmenna með sínu starfi, óeigingjarna starfi. Hann er vakinn og sofinn yfir þessu meðan aðrir eru að það kannski ekki. Fyrir utan að hversu góð og heil samskipti hans eru við foreldrin og börnin, sem elska hann líka. Hann er búinn að bjarga mörgum ungmennum í ólýsanlegum aðstæðum og alvarlegum sjálfsskaða,“ segir Hjörleifur. Guðmundur kveður sárt að upplifa afskiptaleysi kerfisins, en sjálfur segir hann það erfiðasta við starfið að bera kisturnar þeirra sem ekki tókst að bjarga. Hins vegar sé hann djúpt snortinn í hvert sinn sem einstaklingur, sem hann hefur komið til aðstoðar, kemst á beinu brautina og finnur nýtt og betra líf. Hann upplifir mikið þakklæti frá börnum, foreldrum og samfélagi og finnst hann vera að gera gagn. „Hann er náttúrulega búinn að bjarga ótal lífum barna og ungmenna með sínu starfi, óeigingjarna starfi. Hann er vakinn og sofinn yfir þessu meðan aðrir eru að það kannski ekki,“ segir Hjörleifur Björnsson, faðir Hávarðar Mána, sem svipti sig lífi fyrr á þessu ári aðeins tvítugur að aldri eftir áralanga baráttu við fíknisjúkdómVísir Sjá má Kryddsíld 2025 í heild sinni í spilaranum að neðan.
Kryddsíld Áramót Lögreglan Fréttir ársins 2025 Börn og uppeldi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira