Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll Telma Sigtryggsdóttir skrifar 12. júní 2025 09:01 Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun