Sú markahæsta frá upphafi „með hreina samvisku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2025 07:00 Markaskorari af guðs náð en fer ekki á EM. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir „með hreina samvisku“ eftir að ljóst var að hún mun ekki valin í leikmannahóp Spánar fyrir Evrópumótið sem fram fer Sviss í sumar. Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira