Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 19:41 Þórður Áskell Magnússon segir mennina aldrei hafa fengið útskýringu á því hvers vegna þeir fengu ekki inngöngu í landið. Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“ Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“
Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira