Óður til Sigga sjéní Ingvi Þór Georgsson skrifar 11. júní 2025 10:01 Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar