Reisa tuttugu bekki til minningar um Bryndísi Klöru Smári Jökull skrifar 10. júní 2025 22:31 Bekkurinn er bleikur sem var uppáhaldslitur Bryndísar Klöru. Vísir/Anton Brink Í dag var afhjúpaður bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur við Salalaug í Kópavogi. Alls verða tuttugu bekkir reistir í sveitarfélaginu en verkefnið hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“. Bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur var afhjúpaður við Salalaug í Kópavogi í dag. Bekkurinn er sá fyrsti af alls tuttugu bekkjum sem settir verða upp við íþróttamannvirki og skóla í Kópavogi á næstu vikum. Kópavogsbúinn Steinar Guðmundsson á frumkvæðið að verkefninu en það hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“ þar sem íbúar bæjarins gátu kosið um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í bænum. Foreldrar Bryndísar Klöru ásamt systur hennar vígðu bekkinn við Salalaug í dag.Vísir/Anton Brink „Hugmyndin í rauninni kemur þegar ég sá að samkeppnin fór af stað. Þetta var eitthvað sem snerti alla þessi atburður og ég velti fyrir mér hvernig væri hægt að vera með áminningu alltaf og þetta var lausnin,“ sagði Steinar þegar bekkurinn af afhjúpaður í dag. „Sjálfur á ég dætur á þessum aldri og vildi reyna að kenna þeim og minna aðra á að fara varlega. Ég vona að þetta verði áminning fyrir krakkana í hverfinu.“ Steinar var ánægður með útkomuna en sagði fyrstu drög að bekknum hafa verið teiknuð með hjálp gervigreindar. „Bekkurinn er alveg frábær, þetta kemur ótrúlega svipað út og ég er ánægður með útkomuna. Gaman að þetta geti verið í litunum hennar Bryndísar Klöru og ég er mjög stoltur af þessu,“ bætti Steinar við. Vona að verkefnið hjálpi til í baráttunni gegn ofbeldi Foreldrar Bryndísar Klöru, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, segja framtak sem þetta hafa mikla þýðingu. Þau voru viðstödd afhjúpunina í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs og Friðriki Baldurssyni garðyrkjustjóra. „Þetta er ótrúlega falleg hugmynd sem Steinar kom með í september. Okkur finnst frábært að Kópavogsbúar hafi kosið, bæði í efri og neðri byggðum, að hafa svona fallega minningu um Bryndísi okkar,“ sagði Birgir Örn í dag. Við afhjúpunina í dag. Frá vinstri Steinar Guðmundsson hugmyndasmiður verkefnisins, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Hægra megin eru Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson foreldrar Bryndísar Klöru og á milli þeirra Vigdís dóttir þeirra.Vísir/Anton Brink Iðunn bætti við að hún vonaðist til að verkefnið hefði forvarnargildi í framtíðinni. „Maður er að vona að krakkar hugsi til hennar og að svona eigi ekki að gerast. Að þetta hjálpi í baráttunni gegn ofbeldi.“ Kópavogur Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur var afhjúpaður við Salalaug í Kópavogi í dag. Bekkurinn er sá fyrsti af alls tuttugu bekkjum sem settir verða upp við íþróttamannvirki og skóla í Kópavogi á næstu vikum. Kópavogsbúinn Steinar Guðmundsson á frumkvæðið að verkefninu en það hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“ þar sem íbúar bæjarins gátu kosið um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í bænum. Foreldrar Bryndísar Klöru ásamt systur hennar vígðu bekkinn við Salalaug í dag.Vísir/Anton Brink „Hugmyndin í rauninni kemur þegar ég sá að samkeppnin fór af stað. Þetta var eitthvað sem snerti alla þessi atburður og ég velti fyrir mér hvernig væri hægt að vera með áminningu alltaf og þetta var lausnin,“ sagði Steinar þegar bekkurinn af afhjúpaður í dag. „Sjálfur á ég dætur á þessum aldri og vildi reyna að kenna þeim og minna aðra á að fara varlega. Ég vona að þetta verði áminning fyrir krakkana í hverfinu.“ Steinar var ánægður með útkomuna en sagði fyrstu drög að bekknum hafa verið teiknuð með hjálp gervigreindar. „Bekkurinn er alveg frábær, þetta kemur ótrúlega svipað út og ég er ánægður með útkomuna. Gaman að þetta geti verið í litunum hennar Bryndísar Klöru og ég er mjög stoltur af þessu,“ bætti Steinar við. Vona að verkefnið hjálpi til í baráttunni gegn ofbeldi Foreldrar Bryndísar Klöru, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, segja framtak sem þetta hafa mikla þýðingu. Þau voru viðstödd afhjúpunina í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs og Friðriki Baldurssyni garðyrkjustjóra. „Þetta er ótrúlega falleg hugmynd sem Steinar kom með í september. Okkur finnst frábært að Kópavogsbúar hafi kosið, bæði í efri og neðri byggðum, að hafa svona fallega minningu um Bryndísi okkar,“ sagði Birgir Örn í dag. Við afhjúpunina í dag. Frá vinstri Steinar Guðmundsson hugmyndasmiður verkefnisins, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Hægra megin eru Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson foreldrar Bryndísar Klöru og á milli þeirra Vigdís dóttir þeirra.Vísir/Anton Brink Iðunn bætti við að hún vonaðist til að verkefnið hefði forvarnargildi í framtíðinni. „Maður er að vona að krakkar hugsi til hennar og að svona eigi ekki að gerast. Að þetta hjálpi í baráttunni gegn ofbeldi.“
Kópavogur Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira