Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 2-0 | Þróttur með þriggja stiga forskot á toppnum Hjörvar Ólafsson skrifar 7. júní 2025 22:52 María Eva Eyjólfsdóttir og Sandra María Jessen í leiknum í dag. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. María Eva Eyjólfsdóttir kom Þrótti yfir þegar undir lok fyrri hálfleiks. Caroline Murray átti þá eina af fjölmörgu fyrirgjöfum sínum í leiknum. Jessica Grace Berlin greip í tómt og boltinn féll fyrir fætur Evu Maríu sem skoraði með skoti í autt markið af stuttu fæir. Eva María virtist leggja boltann fyrir sig með höndinni áður en hún skoraði en Hreinn Magnússon, dómari leiksins, dæmdi hins vegar markið gott og gilt. Freyja Karín Þorvarðardóttir skorar hér seinna mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FreyJa Karín fagnar svo markinu með Unni Dóru Bergsdóttur.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Freyja Karín Þorvarðardóttir tvöfaldaði svo forystu Þróttar í upphafi seinni hálfleiks. Freyja Karín slapp þá í gegnum vörn Þórs/KA vinstra megin og lét skotið ríða af. Skotið var nokkurn veginn beint á Jessicu Grace sem hefði klárlega átt að gera betur en boltinn endaði í netinu. Niðurstaðan 2-0 sigur Þróttar sem trónir á toppnum með þremur stigum meira en Breiðablik og FH. Þór/KA er síðan í fjórða sæti með 15 stig. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, í þungum þönkum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Ólafur Helgi: Mollee ekki fengið það hrós sem hún á skilið „Það var mikið um langa bolta, barning og návígi í þessum leik og mér fannst við díla vel við það. Þetta var hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir því að vinna. Við skoruðum tvö fín mörk og vorum þéttar til baka og það skilaði þessum sigri,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sáttur. „Þær fengu nokkur færi með því að sparka löngum boltum inn fyrir vörnina hjá okkur. Mollee Swift varði frábærlega í þau skipti. Mollee hefur ekki fengið það hrós sem hún á skilið og hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu góð í löpunum að koma boltanum frá sér í spil. Mollee er frábær markvörður og hún sýndi það svo sannarlega í þessum leik,“ sagði Ólafur Helgi enn fremur. „Mér finnst það styrkleikamerki að hafa betur í leik þar sem við náum kannski ekki upp okkar spili og leikurinn einnkennist frekar af barningi en miklum gæðum. Það er sterkt að landa sigri í þannig leikjum. Þróttarar geta verið stoltir af þessu liði og það er gaman að vera með í toppbaráttunni. Það er aftur á móti nóg eftir af þessu móti og það verða gaddavírar og rokk og ról á leiðinni í þessar toppbaráttu,“ sagði hann. Jóhann Kristinn: Ótrúlegt að við höfum ekki skorað í þessum leik „Þetta var jafn leikur og það mátti ekki á sjá hvort liðið er á toppnum og svo hitt í nálægð við toppbaráttuna. Við erum svekktar með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik en getum margt jákvætt úr frammistöðunni,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Það eru tvö mjög ódýr mörk sem við gefum þeim sem skilja liðin að í þessum leik og það gerir tapið enn meira svekkjandi. Þær voru ekki að opna okkur að ráði í leiknum og mörkin voru gjafir,“ sagði Jóhann Kristinn enn fremur. „Við fengum svo fullt af góðum færum til þess að skora og það er í raun ótrúlegt að við höfum ekki náð að setja boltann í netið. Mollee átti gott kvöld og sá til þess að við förum tómhentar heim. Þessi spilamennska gefur okkur góð fyrirheit fyrir framhaldið þrátt fyrir að við höfum ekki fengið þau stig sem töldum okkur eiga skilin. Við þurfum bara taka það með okkur inn í næstu leiki og fara að safna stigum til þess að komast nær toppliðunum,“ sagði hann um framhaldið. Jóhann Kristinn Gunnarsson gefur leikmönnum sinum skipanir áður en þær koma inn af bekknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Atvik leiksins Jessica Grace Berlin vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst en hún hefði getað gert mun betur í báðum mörkum Þróttar í leiknum. Segja má að markverðirnir hafi verið munurinn á liðunum að þessu sinni en Mollee Swift kom í veg fyrir að Þór/KA kæmi spennu í leikinn með tveimur frábærum markvörslum. Stjörnur og skúrkar Molle Swift varði nokkrum sinnum vel þegar leikmenn Þórs/KA sluppu í gegn. Sandra María Jessen og Karen María Sigurgeirsdóttir fengu góð fær til þess að koma Þór/KA inn í leikinn en Mollee varði frábærlega frá þeim. María Eva Eyjólfsdóttir gerði vel í að halda Söndru Maríu í skefjum og skoraði fyrra mark Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic átti einnig góðan leik í varnarlínu Þróttar. Caroline Murray var skeinuhætt á hægri kantinum og lagði upp mark Maríu Evu. Freyja Karín gerði svo vel þegar hún innsiglaði sigur heimakvenna. Sæunn Björnsdóttir átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Þrótti. Það sama á við um Margréti Árnadóttur, kollega hennar hjá Þór/KA. Molle Swift sparkar hér boltanum frá marki Þróttar og Jelena Tinna Kujundzic hjálpar henni í varnarleiknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Hreinn Magnússon, Ronnarong Wongmahadthai, Kristófer Bergmann og Jovan Subic áttu heilt yfir góðan leik. Spurning er hvort að dæma hefði átt markinu sem María Eva skoraði. Þeir fá átta í einkunn. Guðmundur Ingi Jónsson sá svo til þess að allt í kringum leikinn væri eftir kúnstarinnar reglum af sinni alkunnu röggsemi og snilld. Stemming og umgjörð Það var fínasta mæting í Laugardalinn í kvöld og glatt á hjalla. Þróttarar efndu til happdrættis og gerðu sitt til þess að búa til stemmingu á leiknum. Þetta var síðasti heimaleikur Caroline Murray en hún er að ganga til liðs við Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Caroline sem heldur til Bandaríkjanna þegar landsleikjahléið vegna EM hefst í lok júní fékk kveðjulag að leik loknum. Caroline Murray lagði upp fyrra mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stuðningsmenn Þróttar fara sáttir inn í Hvítasunnuna en liðið er á toppnum í deildinni.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. María Eva Eyjólfsdóttir kom Þrótti yfir þegar undir lok fyrri hálfleiks. Caroline Murray átti þá eina af fjölmörgu fyrirgjöfum sínum í leiknum. Jessica Grace Berlin greip í tómt og boltinn féll fyrir fætur Evu Maríu sem skoraði með skoti í autt markið af stuttu fæir. Eva María virtist leggja boltann fyrir sig með höndinni áður en hún skoraði en Hreinn Magnússon, dómari leiksins, dæmdi hins vegar markið gott og gilt. Freyja Karín Þorvarðardóttir skorar hér seinna mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FreyJa Karín fagnar svo markinu með Unni Dóru Bergsdóttur.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Freyja Karín Þorvarðardóttir tvöfaldaði svo forystu Þróttar í upphafi seinni hálfleiks. Freyja Karín slapp þá í gegnum vörn Þórs/KA vinstra megin og lét skotið ríða af. Skotið var nokkurn veginn beint á Jessicu Grace sem hefði klárlega átt að gera betur en boltinn endaði í netinu. Niðurstaðan 2-0 sigur Þróttar sem trónir á toppnum með þremur stigum meira en Breiðablik og FH. Þór/KA er síðan í fjórða sæti með 15 stig. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, í þungum þönkum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Ólafur Helgi: Mollee ekki fengið það hrós sem hún á skilið „Það var mikið um langa bolta, barning og návígi í þessum leik og mér fannst við díla vel við það. Þetta var hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir því að vinna. Við skoruðum tvö fín mörk og vorum þéttar til baka og það skilaði þessum sigri,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sáttur. „Þær fengu nokkur færi með því að sparka löngum boltum inn fyrir vörnina hjá okkur. Mollee Swift varði frábærlega í þau skipti. Mollee hefur ekki fengið það hrós sem hún á skilið og hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu góð í löpunum að koma boltanum frá sér í spil. Mollee er frábær markvörður og hún sýndi það svo sannarlega í þessum leik,“ sagði Ólafur Helgi enn fremur. „Mér finnst það styrkleikamerki að hafa betur í leik þar sem við náum kannski ekki upp okkar spili og leikurinn einnkennist frekar af barningi en miklum gæðum. Það er sterkt að landa sigri í þannig leikjum. Þróttarar geta verið stoltir af þessu liði og það er gaman að vera með í toppbaráttunni. Það er aftur á móti nóg eftir af þessu móti og það verða gaddavírar og rokk og ról á leiðinni í þessar toppbaráttu,“ sagði hann. Jóhann Kristinn: Ótrúlegt að við höfum ekki skorað í þessum leik „Þetta var jafn leikur og það mátti ekki á sjá hvort liðið er á toppnum og svo hitt í nálægð við toppbaráttuna. Við erum svekktar með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik en getum margt jákvætt úr frammistöðunni,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Það eru tvö mjög ódýr mörk sem við gefum þeim sem skilja liðin að í þessum leik og það gerir tapið enn meira svekkjandi. Þær voru ekki að opna okkur að ráði í leiknum og mörkin voru gjafir,“ sagði Jóhann Kristinn enn fremur. „Við fengum svo fullt af góðum færum til þess að skora og það er í raun ótrúlegt að við höfum ekki náð að setja boltann í netið. Mollee átti gott kvöld og sá til þess að við förum tómhentar heim. Þessi spilamennska gefur okkur góð fyrirheit fyrir framhaldið þrátt fyrir að við höfum ekki fengið þau stig sem töldum okkur eiga skilin. Við þurfum bara taka það með okkur inn í næstu leiki og fara að safna stigum til þess að komast nær toppliðunum,“ sagði hann um framhaldið. Jóhann Kristinn Gunnarsson gefur leikmönnum sinum skipanir áður en þær koma inn af bekknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Atvik leiksins Jessica Grace Berlin vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst en hún hefði getað gert mun betur í báðum mörkum Þróttar í leiknum. Segja má að markverðirnir hafi verið munurinn á liðunum að þessu sinni en Mollee Swift kom í veg fyrir að Þór/KA kæmi spennu í leikinn með tveimur frábærum markvörslum. Stjörnur og skúrkar Molle Swift varði nokkrum sinnum vel þegar leikmenn Þórs/KA sluppu í gegn. Sandra María Jessen og Karen María Sigurgeirsdóttir fengu góð fær til þess að koma Þór/KA inn í leikinn en Mollee varði frábærlega frá þeim. María Eva Eyjólfsdóttir gerði vel í að halda Söndru Maríu í skefjum og skoraði fyrra mark Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic átti einnig góðan leik í varnarlínu Þróttar. Caroline Murray var skeinuhætt á hægri kantinum og lagði upp mark Maríu Evu. Freyja Karín gerði svo vel þegar hún innsiglaði sigur heimakvenna. Sæunn Björnsdóttir átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Þrótti. Það sama á við um Margréti Árnadóttur, kollega hennar hjá Þór/KA. Molle Swift sparkar hér boltanum frá marki Þróttar og Jelena Tinna Kujundzic hjálpar henni í varnarleiknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Hreinn Magnússon, Ronnarong Wongmahadthai, Kristófer Bergmann og Jovan Subic áttu heilt yfir góðan leik. Spurning er hvort að dæma hefði átt markinu sem María Eva skoraði. Þeir fá átta í einkunn. Guðmundur Ingi Jónsson sá svo til þess að allt í kringum leikinn væri eftir kúnstarinnar reglum af sinni alkunnu röggsemi og snilld. Stemming og umgjörð Það var fínasta mæting í Laugardalinn í kvöld og glatt á hjalla. Þróttarar efndu til happdrættis og gerðu sitt til þess að búa til stemmingu á leiknum. Þetta var síðasti heimaleikur Caroline Murray en hún er að ganga til liðs við Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Caroline sem heldur til Bandaríkjanna þegar landsleikjahléið vegna EM hefst í lok júní fékk kveðjulag að leik loknum. Caroline Murray lagði upp fyrra mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stuðningsmenn Þróttar fara sáttir inn í Hvítasunnuna en liðið er á toppnum í deildinni.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira