Segir að Postecoglou sé „goðsögn“ í sögu félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2025 22:02 Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, sendi Ange Postecoglou hjartnæma kveðju á Instagram. Shaun Botterill/Getty Images Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, segir að þjálfarinn Ange Postecoglou sé goðsögn í sögu félagsins. Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7) Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7)
Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira