Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 11:31 Gísli Már Gíslason er fjölfróður um hin ýmsu skordýr þó hann hafi einkum upp á síðkastið að mestu verið spurður út í lúsmý. Vísir Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“ Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“
Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira