Lárus Orri fann ekki til með markverði Skota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:31 Cieran Slicker horfir á boltann í markinu sínu en íslensku landsliðsmennirnir Andri Lucas Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson fagna. Getty/Andrew Milligan Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann Skota 3-1 í vináttulandsleik á Hampden Park í gærkvöldi en markvörður Skota átti hræðilegan dag í sínum fyrsta landsleik. Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira