Þegar samfélagið þagnar Benóný Valur Jakobsson skrifar 4. júní 2025 16:32 Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun