Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:05 Tíðni nauðganna jókst frá árinu 2001 fram til 2018, en síðan hefur þeim heldur fækkað. Vísir/Getty Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði