Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 09:15 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um tæp 15 prósent á tímabilinu frá janúar til mars samanborið við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs bárust alls 316 tilkynningar um heimilisofbeldi. Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu. Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu.
Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira