Andstæðingi forsetans brottrekna spáð sigri í forsetakosningum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 15:34 Alda reiði braut á þjóðinni eftir að fyrrverandi forseti Suður-Kóreu lýsti óvænt yfir herlögum á síðasta ári og sakaði stjórnarandstöðuna um að ganga erinda norður-kóreskra stjórnvalda. AP/Choi Jae-gu Útgönguspár benda til þess að Lee Jae-myung verði næsti forseti Suður-Kóreu. Boðað var til kosninganna eftir að Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti var kærður fyrir embættisglöp fyrir að hafa lýst yfir neyðarherlögum. Yoon sakaði stjórnarandstöðuna sem er í meirihluta á suður-kóreska þinginu um að ganga erinda Norður-Kóreu. Suður-kóreskir fjölmiðlar standa ýmsir að útgönguspám en þær benda allar til öruggs sigurs Lee. Samkvæmt spá sjónvarpsstöðvarinnar MBN hlýtur lee 49,2 prósent atkvæða en helsti andstæðingur hans, Kim Moon-soo frambjóðandi íhaldsflokksins, 41,7 prósent. Samkvæmt sameiginlegri spá þriggja annarra kóreskra sjónvarpsstöðva hlýtur Lee 51,7 prósent atkvæða og Kim 39,3 prósent. Lee er frambjóðandi Lýðræðisflokksins sem er með meirihluta á þingi. Hann er 61 árs og hefur unnið allan sinn feril sem mannréttindalögmaður. Hann hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta. Samkvæmt umfjöllun Guardian er um að ræða mikil tímamót í kóreskum stjórnmálum. Alda reiði braut á landinu í kjölfar herlagayfirlýsingar forsetans fyrrverandi en þar að auki glímir landið við sívaxandi stéttaskiptingu og ótta við tryggð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við að sinna vörnum landsins kæmi til innrásar frá nágrönnum þeirra og frændum í norðri. Kjörsókn var góð og stóð í um 77,8 prósentum klukkutíma áður en kjörstaðir lokuðu. Það er hærra en í forsetakosningunum 2022. Búist er við því að niðurstaða talningarinnar liggi fyrir hvað úr hverju. Fjölmenn mótmæli hafa verið reglulegur viðburður á götum Seúl og annarra stórborga Suður-Kóreu síðan Yoon Suk Yeol var sakfelldur fyrir embættisglöp og fjarlægður úr embætti forseta. Lee hefur í kosningaherferð sinni lofað að vera lausnamiðaður í utanríkismálum og vill bæta samband landsins við Norður-Kóreu. Suður-Kórea Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Suður-kóreskir fjölmiðlar standa ýmsir að útgönguspám en þær benda allar til öruggs sigurs Lee. Samkvæmt spá sjónvarpsstöðvarinnar MBN hlýtur lee 49,2 prósent atkvæða en helsti andstæðingur hans, Kim Moon-soo frambjóðandi íhaldsflokksins, 41,7 prósent. Samkvæmt sameiginlegri spá þriggja annarra kóreskra sjónvarpsstöðva hlýtur Lee 51,7 prósent atkvæða og Kim 39,3 prósent. Lee er frambjóðandi Lýðræðisflokksins sem er með meirihluta á þingi. Hann er 61 árs og hefur unnið allan sinn feril sem mannréttindalögmaður. Hann hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta. Samkvæmt umfjöllun Guardian er um að ræða mikil tímamót í kóreskum stjórnmálum. Alda reiði braut á landinu í kjölfar herlagayfirlýsingar forsetans fyrrverandi en þar að auki glímir landið við sívaxandi stéttaskiptingu og ótta við tryggð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við að sinna vörnum landsins kæmi til innrásar frá nágrönnum þeirra og frændum í norðri. Kjörsókn var góð og stóð í um 77,8 prósentum klukkutíma áður en kjörstaðir lokuðu. Það er hærra en í forsetakosningunum 2022. Búist er við því að niðurstaða talningarinnar liggi fyrir hvað úr hverju. Fjölmenn mótmæli hafa verið reglulegur viðburður á götum Seúl og annarra stórborga Suður-Kóreu síðan Yoon Suk Yeol var sakfelldur fyrir embættisglöp og fjarlægður úr embætti forseta. Lee hefur í kosningaherferð sinni lofað að vera lausnamiðaður í utanríkismálum og vill bæta samband landsins við Norður-Kóreu.
Suður-Kórea Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira