Hefur metnað til að leiða flokkinn þrátt fyrir slæmt gengi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júní 2025 13:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lakan árangur í skoðanakönnunum hvatningu til að gera betur. Nú þurfi Framsóknarmenn að vera skýrari og skarpari í stjórnarandstöðu að sögn formannsins. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segist hafa metnað til að leiða flokkinn áfram. Það kæmi stjórnmálafræðiprófessor þó ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í flokknum á kjörtímabilinu. Framsókn fékk í gær sína lélegustu mælingu í Þjóðarpúlsi Gallup frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 5,5% fylgi sem er það minnsta sem Framsókn hefur mælst með síðan Gallup hóf að mæla fylgi árið 1992. Í síðustu Alþingiskosningum fékk þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins 7,8%. „Skoðanakannanir á þessum tíma segja nú kannski ekki mikið um það hvernig kosningar fara, hvenær sem þær nú verða, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og bætir við. „En það er alveg rétt að við höfum ekki notið mikils stuðnings eftir erfiðar kosningar í haust og þetta er ákall um að við séum enn skýrari og skarpari í stjórnarandstöðunni í að koma þeim sjónarmiðum á framfæri sem við stöndum fyrir og gagnrýna ríkisstjórnina, þar er alveg af nægu að taka en hljómgrunnur fyrir gagnrýni á hana hefur ekki verið mikill. Hún hefur haft mikinn stuðning í samfélaginu enn þá en ég er nú með fullar væntingar til þess að það verði aukinn hljómgrunnur þegar frá líður.“ Aðspurður segist Sigurður ekki telja að áherslumálum flokksins sé um að kenna. „Við megum ekki gleyma því að '21 unnum við stórsigur. Það er ekki langt síðan og það hefur lítið breyst í samfélaginu annað en að áskoranir í ytri ógnum hafa aukist.“ Hefur þú fullan hug á að vera áfram formaður? Hefurðu metnað til þess? „Já það er hefur ekkert breyst, ég lýsti því yfir á miðstjórnarfundinum og það er verkefnið fram undan,“ segir Sigurður Ingi. Það kæmi Evu Heiðu stjórnmálaprófessor ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í Framsóknarflokknum á kjörtímabilinu. Vísir/Bjarni Framsókn ekki áberandi í stjórnarandstöðu Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor segir að það kunni að vera eitt og annað sem skýri slæmt gengi Framsóknarflokksins í könnunum en ein skýringin sé hreinlega sú að aðrir séu að „taka af“ Framsókn. „Fylgi flokka er bara ein kaka og hún stækkar ekkert. Ef einhverjir flokkar bæta við sig þá taka þeir af öðrum, það er svona einn fyrirvarinn sem ég hef á þessu,“ segir Eva sem bætir þó við að Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið áberandi í stjórnarandstöðu. Leiðtogaskipti kæmu Evu ekki á óvart „Maður sér það alveg að það hefur verið ákall um að endurnýja forystuna og kannski er Sigurður Ingi bara að hugsa sinn gang. Það kæmi mér ekkert á óvart þótt það verði gert á kjörtímabilinu. Það er bara spurning um hver ætti að taka við. Það er ekkert sérstaklega gott að hafa formann utan þings, allavega ekki mjög lengi þannig að maður veit ekki hvort það sé mögulega verið að velta fyrir sér að fara í leiðtogaskipti þegar nær dregur kosningum. Þá gæti einhver leiðtogi tekið við sem er jafnvel utan þings, eða jafnvel hvort það sé einhver núna sem er hluti af þingflokknum sem gæti tekið við, það gætu verið einhverjar svoleiðis pælingar innan þess flokks,“ segir Eva Heiða. Annað sem vakti forvitni prófessorsins við glænýjan Þjóðarpúls er fylgisaukning Samfylkingarinnar sem er tiltölulega nýr ríkisstjórnarflokkur. Hann mælist með 30,7% fylgi í Þjóðarpúlsinum. „Fyrstu hundrað dagarnir eru núna búnir. Ef mig minnir rétt þá er frekar óvanalegt að ríkisstjórnarflokkur sé að bæta svona mikið við sig eftir að hann hefur tekið við en svo getur þetta orðið önnur saga í haust.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. 2. júní 2025 20:05 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 5,5% fylgi sem er það minnsta sem Framsókn hefur mælst með síðan Gallup hóf að mæla fylgi árið 1992. Í síðustu Alþingiskosningum fékk þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins 7,8%. „Skoðanakannanir á þessum tíma segja nú kannski ekki mikið um það hvernig kosningar fara, hvenær sem þær nú verða, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og bætir við. „En það er alveg rétt að við höfum ekki notið mikils stuðnings eftir erfiðar kosningar í haust og þetta er ákall um að við séum enn skýrari og skarpari í stjórnarandstöðunni í að koma þeim sjónarmiðum á framfæri sem við stöndum fyrir og gagnrýna ríkisstjórnina, þar er alveg af nægu að taka en hljómgrunnur fyrir gagnrýni á hana hefur ekki verið mikill. Hún hefur haft mikinn stuðning í samfélaginu enn þá en ég er nú með fullar væntingar til þess að það verði aukinn hljómgrunnur þegar frá líður.“ Aðspurður segist Sigurður ekki telja að áherslumálum flokksins sé um að kenna. „Við megum ekki gleyma því að '21 unnum við stórsigur. Það er ekki langt síðan og það hefur lítið breyst í samfélaginu annað en að áskoranir í ytri ógnum hafa aukist.“ Hefur þú fullan hug á að vera áfram formaður? Hefurðu metnað til þess? „Já það er hefur ekkert breyst, ég lýsti því yfir á miðstjórnarfundinum og það er verkefnið fram undan,“ segir Sigurður Ingi. Það kæmi Evu Heiðu stjórnmálaprófessor ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í Framsóknarflokknum á kjörtímabilinu. Vísir/Bjarni Framsókn ekki áberandi í stjórnarandstöðu Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor segir að það kunni að vera eitt og annað sem skýri slæmt gengi Framsóknarflokksins í könnunum en ein skýringin sé hreinlega sú að aðrir séu að „taka af“ Framsókn. „Fylgi flokka er bara ein kaka og hún stækkar ekkert. Ef einhverjir flokkar bæta við sig þá taka þeir af öðrum, það er svona einn fyrirvarinn sem ég hef á þessu,“ segir Eva sem bætir þó við að Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið áberandi í stjórnarandstöðu. Leiðtogaskipti kæmu Evu ekki á óvart „Maður sér það alveg að það hefur verið ákall um að endurnýja forystuna og kannski er Sigurður Ingi bara að hugsa sinn gang. Það kæmi mér ekkert á óvart þótt það verði gert á kjörtímabilinu. Það er bara spurning um hver ætti að taka við. Það er ekkert sérstaklega gott að hafa formann utan þings, allavega ekki mjög lengi þannig að maður veit ekki hvort það sé mögulega verið að velta fyrir sér að fara í leiðtogaskipti þegar nær dregur kosningum. Þá gæti einhver leiðtogi tekið við sem er jafnvel utan þings, eða jafnvel hvort það sé einhver núna sem er hluti af þingflokknum sem gæti tekið við, það gætu verið einhverjar svoleiðis pælingar innan þess flokks,“ segir Eva Heiða. Annað sem vakti forvitni prófessorsins við glænýjan Þjóðarpúls er fylgisaukning Samfylkingarinnar sem er tiltölulega nýr ríkisstjórnarflokkur. Hann mælist með 30,7% fylgi í Þjóðarpúlsinum. „Fyrstu hundrað dagarnir eru núna búnir. Ef mig minnir rétt þá er frekar óvanalegt að ríkisstjórnarflokkur sé að bæta svona mikið við sig eftir að hann hefur tekið við en svo getur þetta orðið önnur saga í haust.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. 2. júní 2025 20:05 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. 2. júní 2025 20:05