Fjórir ákærðir í tengslum við morðið á C.Gambino Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 13:18 Rapparinn C. Gambino bar ætíð svarta grímu yfir andliti. getty/instagram Fjórir eru ákærðir í tengslum við morðið á sænska rapparanum C.Gambino sem var skotinn til bana í bílastæðahúsi síðasta sumar. Lögregla telur morðið tengjast gengjastríðum en lögmaður aðstandenda neitar að hann hafi verið liðsmaður gengis. Þann 4. júní 2024 var rapparinn C. Gambino skotinn til bana í bílastæðahúsi í Gautaborg í Svíþjóð en mánuði fyrr hafði hann hlotið hin sænsku Grammmis-verðlaun. Í dag hafa fjórir menn, allir á þrítugsaldri, verið ákærðir í tengslum við málið. Tveir eru ákærðir fyrir morð, aðkomu að morði og alvarlegt vopnalagabrot. Þriðji maðurinn er ákærður fyrir aðild að morði. Hann, auk fjórða mannsins, er grunaður um að hafa kveikt í bíl sem þeir notuðu til að aka af vettvangi. „Ódæðið er bæði gáleysislegt og gert af ráðnum hug,“ er haft eftir saksóknaranum Sharzad Rahimi í fréttatilkynningu, að því er sænska ríkisútvarpið greinir frá. Kenning lögreglunnar er sú, að sögn Aftonbladet, að rapparinn hafi tengst gengjastríði í Biskopsgården, þó óljóst sé hvers vegna rapparinn hafi verið í sigti árásarmannanna. Rahimi segir að morðið tengist átökum tveggja „samtaka“ sem staðið hafa yfir í mörg ár. Mia Sandros, lögmaður fjölskyldu rapparans, vill aftur á móti meina að C. Gambino sé ekki liðsmaður glæpagengis og telur ólíklegt að gengjastríð hafi nokkuð með manndrápið að gera. „Sonur skjólstæðings míns var ekki í glæpagengi,“ hefur sænska ríkisútvarið eftir Sandros. Svíþjóð Tónlist Erlend sakamál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Þann 4. júní 2024 var rapparinn C. Gambino skotinn til bana í bílastæðahúsi í Gautaborg í Svíþjóð en mánuði fyrr hafði hann hlotið hin sænsku Grammmis-verðlaun. Í dag hafa fjórir menn, allir á þrítugsaldri, verið ákærðir í tengslum við málið. Tveir eru ákærðir fyrir morð, aðkomu að morði og alvarlegt vopnalagabrot. Þriðji maðurinn er ákærður fyrir aðild að morði. Hann, auk fjórða mannsins, er grunaður um að hafa kveikt í bíl sem þeir notuðu til að aka af vettvangi. „Ódæðið er bæði gáleysislegt og gert af ráðnum hug,“ er haft eftir saksóknaranum Sharzad Rahimi í fréttatilkynningu, að því er sænska ríkisútvarpið greinir frá. Kenning lögreglunnar er sú, að sögn Aftonbladet, að rapparinn hafi tengst gengjastríði í Biskopsgården, þó óljóst sé hvers vegna rapparinn hafi verið í sigti árásarmannanna. Rahimi segir að morðið tengist átökum tveggja „samtaka“ sem staðið hafa yfir í mörg ár. Mia Sandros, lögmaður fjölskyldu rapparans, vill aftur á móti meina að C. Gambino sé ekki liðsmaður glæpagengis og telur ólíklegt að gengjastríð hafi nokkuð með manndrápið að gera. „Sonur skjólstæðings míns var ekki í glæpagengi,“ hefur sænska ríkisútvarið eftir Sandros.
Svíþjóð Tónlist Erlend sakamál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira