Reyna að bjarga 100 kindum og lömbum á kafi í snjó Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 12:21 Svona var útlitið fyrir Stefán Jökul Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, í morgun. aðsend Óveðrið í nótt og í morgun hefur bitnað hvað verst á bændum og gestum tjaldsvæða sem reiknuðu ekki endilega með snjókomu og byl í byrjun júní. Tjaldgestir á Norðurlandi og Austurlandi vöknuðu við fannhvíta jörð á meðan bændur standa í ströngu við að koma kindum og lömbum sem eru á kafi í snjó inn í hús. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og verða áfram í gildi víðast hvar til morguns. Djúp lægð við Færeyjar veldur norðan óveðri á landinu þar sem yfirleitt verður allhvass eða hvass vindur en stormur í vindstrengjum sunnanlands. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra varað við aukinni skriðuhættu vegna töluverðrar úrkomu næstu tvo sólarhringa á Tröllaskaga og á Flateyjarskaga. „Lömbin á kafi“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. sagði nóttina hafa verið rólega þrátt fyrir óveðrið. Mesta vinnan hafi verið að koma sauðfé í öruggt skjól. „Ekkert um útköll í nótt, það kom útkall núna fyrir skömmu við að aðstoða bónda á Tröllaskaga með sauðfé. Við vorum í því í gærkvöldi einnig á sömu slóðum.“ Einn af þeim sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveita var Jón Þórarinsson bóndi á Hnjúki í Skíðadal. „Það gengur mjög illa. Það er svo vont veður. Það er bara hörku... Það hefur fennt talsvert. Lömbin á kafi. Það er allt á kafi í snjó og vont veður,“ sagði Jón þegar fréttastofa náði á hann en þá stóð hann í ströngu við að smala í miklum byl. Um tíu björgunarsveitarmenn frá Dalvík aðstoða Jón eins og stendur og von á fleirum. Hann segist hafa miklar áhyggjur af sauðfénu. „Við erum bara að reyna koma þessu heim á leið sem við erum búin að finna. Þetta eru svona um 100 kindur og lömb með. Lömbin eru líka komin á kaf.“ Ferðamenn smeykir Það voru ekki bara bændur sem fundu fyrir óveðrinu en ferðamenn á suðurlandi óskuðu einnig eftir aðstoð björgunarsveita. „Ferðamenn voru eitthvað smeykir við hvernig veðrið lék ferðahýsin þeirra. Björgunarsveitin í Vík fór á stórum trukk og lagði honum vindmeginn við hjólhýsi til að brjóta vindinn af því. Á Hvolsvelli á tjaldsvæðinu þar fór björgunarsveitin að tjaldsvæðinu til að aðstoða við að fella tjöld og fortjöld sem voru við það að fjúka,“ sagði Jón Þór Víglundsson. Festi varla svefn vegna veðursins Þá festi Helga María Stefánsdóttir varla svefn í útilegu sinni í Vaglaskógi vegna snjókomu og óveðurs í nótt. „Við til dæmis erum að keyra hérna gasgrill inn í fortjöldunum til að bræða snjóinn ofan af. Maður verður bara að hlægja að þessu. Það er ekkert annað, við búum á Íslandi,“ sagði hún í samtali við Bítið í morgun. Þá vöknuðu gestir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum upp við fannhvíta jörð og voru snöggir að flýja veðrið inn í skála á svæðinu. „Fólk var kannski ekki alveg að búast við þessu í þessum mánuði. Við erum með góða aðstöðu inni þannig að það er mikil stemming hérna inni í húsinu núna. Það er risastór salur þar sem fólk situr og borðar og spjallar,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er í þessum töluðu orðum staddur hjá Álftavatni á hálendinu. Hann reynir nú eins og hann getur að ditta af skálum FÍ á hálendinu enda stendur til að opna þá í næstu viku. Hann segir það ekki heppilega tímasetningu að fá óveðrið í fangið einmitt núna þegar opna á skálanna. Hann segist öllu vanur en þó komi það honum á óvart að lenda í slíku óveðri á þessum árstíma. „Þetta er svona í verri kanntinum. Maður þurfti alveg að setja undir sig hausinn til að ná að ganga á móti veðrinu hérna. Það var rosalegur skafrenningur en það festist lítið af snjó fyrir,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki venjulegum hundi út sígandi. Þetta er ekkert agalega mikið vesen fyrir þá sem vanir eru svona veðri en þetta er aðeins meira en það sem maður er vanur á þessum árstíma.“ Björgunarsveitir Veður Dýr Sauðfé Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og verða áfram í gildi víðast hvar til morguns. Djúp lægð við Færeyjar veldur norðan óveðri á landinu þar sem yfirleitt verður allhvass eða hvass vindur en stormur í vindstrengjum sunnanlands. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra varað við aukinni skriðuhættu vegna töluverðrar úrkomu næstu tvo sólarhringa á Tröllaskaga og á Flateyjarskaga. „Lömbin á kafi“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. sagði nóttina hafa verið rólega þrátt fyrir óveðrið. Mesta vinnan hafi verið að koma sauðfé í öruggt skjól. „Ekkert um útköll í nótt, það kom útkall núna fyrir skömmu við að aðstoða bónda á Tröllaskaga með sauðfé. Við vorum í því í gærkvöldi einnig á sömu slóðum.“ Einn af þeim sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveita var Jón Þórarinsson bóndi á Hnjúki í Skíðadal. „Það gengur mjög illa. Það er svo vont veður. Það er bara hörku... Það hefur fennt talsvert. Lömbin á kafi. Það er allt á kafi í snjó og vont veður,“ sagði Jón þegar fréttastofa náði á hann en þá stóð hann í ströngu við að smala í miklum byl. Um tíu björgunarsveitarmenn frá Dalvík aðstoða Jón eins og stendur og von á fleirum. Hann segist hafa miklar áhyggjur af sauðfénu. „Við erum bara að reyna koma þessu heim á leið sem við erum búin að finna. Þetta eru svona um 100 kindur og lömb með. Lömbin eru líka komin á kaf.“ Ferðamenn smeykir Það voru ekki bara bændur sem fundu fyrir óveðrinu en ferðamenn á suðurlandi óskuðu einnig eftir aðstoð björgunarsveita. „Ferðamenn voru eitthvað smeykir við hvernig veðrið lék ferðahýsin þeirra. Björgunarsveitin í Vík fór á stórum trukk og lagði honum vindmeginn við hjólhýsi til að brjóta vindinn af því. Á Hvolsvelli á tjaldsvæðinu þar fór björgunarsveitin að tjaldsvæðinu til að aðstoða við að fella tjöld og fortjöld sem voru við það að fjúka,“ sagði Jón Þór Víglundsson. Festi varla svefn vegna veðursins Þá festi Helga María Stefánsdóttir varla svefn í útilegu sinni í Vaglaskógi vegna snjókomu og óveðurs í nótt. „Við til dæmis erum að keyra hérna gasgrill inn í fortjöldunum til að bræða snjóinn ofan af. Maður verður bara að hlægja að þessu. Það er ekkert annað, við búum á Íslandi,“ sagði hún í samtali við Bítið í morgun. Þá vöknuðu gestir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum upp við fannhvíta jörð og voru snöggir að flýja veðrið inn í skála á svæðinu. „Fólk var kannski ekki alveg að búast við þessu í þessum mánuði. Við erum með góða aðstöðu inni þannig að það er mikil stemming hérna inni í húsinu núna. Það er risastór salur þar sem fólk situr og borðar og spjallar,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er í þessum töluðu orðum staddur hjá Álftavatni á hálendinu. Hann reynir nú eins og hann getur að ditta af skálum FÍ á hálendinu enda stendur til að opna þá í næstu viku. Hann segir það ekki heppilega tímasetningu að fá óveðrið í fangið einmitt núna þegar opna á skálanna. Hann segist öllu vanur en þó komi það honum á óvart að lenda í slíku óveðri á þessum árstíma. „Þetta er svona í verri kanntinum. Maður þurfti alveg að setja undir sig hausinn til að ná að ganga á móti veðrinu hérna. Það var rosalegur skafrenningur en það festist lítið af snjó fyrir,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki venjulegum hundi út sígandi. Þetta er ekkert agalega mikið vesen fyrir þá sem vanir eru svona veðri en þetta er aðeins meira en það sem maður er vanur á þessum árstíma.“
Björgunarsveitir Veður Dýr Sauðfé Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira