Reyna að bjarga 100 kindum og lömbum á kafi í snjó Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 12:21 Svona var útlitið fyrir Stefán Jökul Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, í morgun. aðsend Óveðrið í nótt og í morgun hefur bitnað hvað verst á bændum og gestum tjaldsvæða sem reiknuðu ekki endilega með snjókomu og byl í byrjun júní. Tjaldgestir á Norðurlandi og Austurlandi vöknuðu við fannhvíta jörð á meðan bændur standa í ströngu við að koma kindum og lömbum sem eru á kafi í snjó inn í hús. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og verða áfram í gildi víðast hvar til morguns. Djúp lægð við Færeyjar veldur norðan óveðri á landinu þar sem yfirleitt verður allhvass eða hvass vindur en stormur í vindstrengjum sunnanlands. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra varað við aukinni skriðuhættu vegna töluverðrar úrkomu næstu tvo sólarhringa á Tröllaskaga og á Flateyjarskaga. „Lömbin á kafi“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. sagði nóttina hafa verið rólega þrátt fyrir óveðrið. Mesta vinnan hafi verið að koma sauðfé í öruggt skjól. „Ekkert um útköll í nótt, það kom útkall núna fyrir skömmu við að aðstoða bónda á Tröllaskaga með sauðfé. Við vorum í því í gærkvöldi einnig á sömu slóðum.“ Einn af þeim sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveita var Jón Þórarinsson bóndi á Hnjúki í Skíðadal. „Það gengur mjög illa. Það er svo vont veður. Það er bara hörku... Það hefur fennt talsvert. Lömbin á kafi. Það er allt á kafi í snjó og vont veður,“ sagði Jón þegar fréttastofa náði á hann en þá stóð hann í ströngu við að smala í miklum byl. Um tíu björgunarsveitarmenn frá Dalvík aðstoða Jón eins og stendur og von á fleirum. Hann segist hafa miklar áhyggjur af sauðfénu. „Við erum bara að reyna koma þessu heim á leið sem við erum búin að finna. Þetta eru svona um 100 kindur og lömb með. Lömbin eru líka komin á kaf.“ Ferðamenn smeykir Það voru ekki bara bændur sem fundu fyrir óveðrinu en ferðamenn á suðurlandi óskuðu einnig eftir aðstoð björgunarsveita. „Ferðamenn voru eitthvað smeykir við hvernig veðrið lék ferðahýsin þeirra. Björgunarsveitin í Vík fór á stórum trukk og lagði honum vindmeginn við hjólhýsi til að brjóta vindinn af því. Á Hvolsvelli á tjaldsvæðinu þar fór björgunarsveitin að tjaldsvæðinu til að aðstoða við að fella tjöld og fortjöld sem voru við það að fjúka,“ sagði Jón Þór Víglundsson. Festi varla svefn vegna veðursins Þá festi Helga María Stefánsdóttir varla svefn í útilegu sinni í Vaglaskógi vegna snjókomu og óveðurs í nótt. „Við til dæmis erum að keyra hérna gasgrill inn í fortjöldunum til að bræða snjóinn ofan af. Maður verður bara að hlægja að þessu. Það er ekkert annað, við búum á Íslandi,“ sagði hún í samtali við Bítið í morgun. Þá vöknuðu gestir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum upp við fannhvíta jörð og voru snöggir að flýja veðrið inn í skála á svæðinu. „Fólk var kannski ekki alveg að búast við þessu í þessum mánuði. Við erum með góða aðstöðu inni þannig að það er mikil stemming hérna inni í húsinu núna. Það er risastór salur þar sem fólk situr og borðar og spjallar,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er í þessum töluðu orðum staddur hjá Álftavatni á hálendinu. Hann reynir nú eins og hann getur að ditta af skálum FÍ á hálendinu enda stendur til að opna þá í næstu viku. Hann segir það ekki heppilega tímasetningu að fá óveðrið í fangið einmitt núna þegar opna á skálanna. Hann segist öllu vanur en þó komi það honum á óvart að lenda í slíku óveðri á þessum árstíma. „Þetta er svona í verri kanntinum. Maður þurfti alveg að setja undir sig hausinn til að ná að ganga á móti veðrinu hérna. Það var rosalegur skafrenningur en það festist lítið af snjó fyrir,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki venjulegum hundi út sígandi. Þetta er ekkert agalega mikið vesen fyrir þá sem vanir eru svona veðri en þetta er aðeins meira en það sem maður er vanur á þessum árstíma.“ Björgunarsveitir Veður Dýr Sauðfé Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og verða áfram í gildi víðast hvar til morguns. Djúp lægð við Færeyjar veldur norðan óveðri á landinu þar sem yfirleitt verður allhvass eða hvass vindur en stormur í vindstrengjum sunnanlands. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra varað við aukinni skriðuhættu vegna töluverðrar úrkomu næstu tvo sólarhringa á Tröllaskaga og á Flateyjarskaga. „Lömbin á kafi“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. sagði nóttina hafa verið rólega þrátt fyrir óveðrið. Mesta vinnan hafi verið að koma sauðfé í öruggt skjól. „Ekkert um útköll í nótt, það kom útkall núna fyrir skömmu við að aðstoða bónda á Tröllaskaga með sauðfé. Við vorum í því í gærkvöldi einnig á sömu slóðum.“ Einn af þeim sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveita var Jón Þórarinsson bóndi á Hnjúki í Skíðadal. „Það gengur mjög illa. Það er svo vont veður. Það er bara hörku... Það hefur fennt talsvert. Lömbin á kafi. Það er allt á kafi í snjó og vont veður,“ sagði Jón þegar fréttastofa náði á hann en þá stóð hann í ströngu við að smala í miklum byl. Um tíu björgunarsveitarmenn frá Dalvík aðstoða Jón eins og stendur og von á fleirum. Hann segist hafa miklar áhyggjur af sauðfénu. „Við erum bara að reyna koma þessu heim á leið sem við erum búin að finna. Þetta eru svona um 100 kindur og lömb með. Lömbin eru líka komin á kaf.“ Ferðamenn smeykir Það voru ekki bara bændur sem fundu fyrir óveðrinu en ferðamenn á suðurlandi óskuðu einnig eftir aðstoð björgunarsveita. „Ferðamenn voru eitthvað smeykir við hvernig veðrið lék ferðahýsin þeirra. Björgunarsveitin í Vík fór á stórum trukk og lagði honum vindmeginn við hjólhýsi til að brjóta vindinn af því. Á Hvolsvelli á tjaldsvæðinu þar fór björgunarsveitin að tjaldsvæðinu til að aðstoða við að fella tjöld og fortjöld sem voru við það að fjúka,“ sagði Jón Þór Víglundsson. Festi varla svefn vegna veðursins Þá festi Helga María Stefánsdóttir varla svefn í útilegu sinni í Vaglaskógi vegna snjókomu og óveðurs í nótt. „Við til dæmis erum að keyra hérna gasgrill inn í fortjöldunum til að bræða snjóinn ofan af. Maður verður bara að hlægja að þessu. Það er ekkert annað, við búum á Íslandi,“ sagði hún í samtali við Bítið í morgun. Þá vöknuðu gestir á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum upp við fannhvíta jörð og voru snöggir að flýja veðrið inn í skála á svæðinu. „Fólk var kannski ekki alveg að búast við þessu í þessum mánuði. Við erum með góða aðstöðu inni þannig að það er mikil stemming hérna inni í húsinu núna. Það er risastór salur þar sem fólk situr og borðar og spjallar,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er í þessum töluðu orðum staddur hjá Álftavatni á hálendinu. Hann reynir nú eins og hann getur að ditta af skálum FÍ á hálendinu enda stendur til að opna þá í næstu viku. Hann segir það ekki heppilega tímasetningu að fá óveðrið í fangið einmitt núna þegar opna á skálanna. Hann segist öllu vanur en þó komi það honum á óvart að lenda í slíku óveðri á þessum árstíma. „Þetta er svona í verri kanntinum. Maður þurfti alveg að setja undir sig hausinn til að ná að ganga á móti veðrinu hérna. Það var rosalegur skafrenningur en það festist lítið af snjó fyrir,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki venjulegum hundi út sígandi. Þetta er ekkert agalega mikið vesen fyrir þá sem vanir eru svona veðri en þetta er aðeins meira en það sem maður er vanur á þessum árstíma.“
Björgunarsveitir Veður Dýr Sauðfé Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira