Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Hópur meðlima No Borders skrifar 3. júní 2025 07:15 Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar