Fjárfestavernd sem gengur of langt? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 4. júní 2025 08:31 Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldvin Ingi Sigurðsson Fjármál heimilisins Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun