Söknuðurinn bar Skoppu og Skrítlu ofurliði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 11:25 Skoppa og Skrítla efla til stóreflis jólatónleika, eins og Baggalútur fyrir börn eins og Skoppa kemst að orði. Aðsend Skoppa og Skrítla snúa aftur eftir nokkurra ára hlé og efna til tónleikasýningar á aðventunni. Skoppa segir ýmislegt skemmtilegt á teikniborðinu og að söknuðurinn eftir sviðinu og krökkunum hafi borið þær ofurliði. Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttur lögðu skotthúfurnar á hilluna, að því er þær héldu endanlega, árið 2021 eftir átján ár í hlutverkum Skoppu og Skrítlu. Á síðasta ári hlutu þær heiðursverðlaun á Sögum - verðlaunahátíð barnanna og það kveikti í þeim einhvern neista sem varð til þess að þær ákváðu að vekja Skoppu og Skrítlu úr dvala. „Við erum ekki komnar í göngugrindina enn þá. Þannig að við húrrum við okkur bara aftur upp á svið,“ segir Hrefna. Zúmmi, Lúsí, Bakari Svakari, Páll Óskar og Jóhanna Guðrún Hún segir þær hafa ákveðið að efna ekki til hefðbundinnar leiksýningar heldur tónleikasýningar. Þeim hafi fundist sárlega vanta stuðtónleika fyrir yngra fólkið á aðventunni. Eins konar Baggalút fyrir börn, eins og hún orðar það. „Þannig við ákváðum bara að gera eitthvað í því,“ segir Hrefna. Einvalalið stígur á stokk.Aðsend Að tónleikasýningunni sem ber nafnið „Jólapartý Skoppu og Skrítlu“ stendur einvalalið barna og fullorðinna. Fram koma Jóhanna Guðrún og Páll Óskar og á henni má sjá bregða fyrir góðkunnum persónum úr skáldheimi Skoppu og Skrítlu á borð við Zúmma, Lúsí og Bakara Svakara. Stífar æfingar séu þegar hafnar og hún fagnar því að geta loksins sagt frá því sem er í vændum eftir margra mánaða undirbúningstímabil. Hrefna segir að um sé að ræða fjölskyldusamverustund af bestu gerð og ærið tilefni að hrinda af stað miðasölunni strax í sumar þegar enn á eftir að taka frá aðventukvöld og foreldrar eigi meira á milli handanna. Alls konar í pípunum Hrefna segist ekkert endilega hafa búist við því að taka upp skotthúfuna á nýjan leik. Þær Linda hafi tekið mjög meðvitaða ákvörðun um að hætta á sínum tíma. „Eftir 20 ár var þetta orðið pínu þreytt, maður er orðinn 50 plús á mánudagsmorgni klukkan níu að hoppa og hoja einhvers staðar, sem var frábært á meðan varði, en okkur fannst það vera búið að renna sitt skeið,“ segir hún. „En þessi sviðsbaktería er svo rosaleg og það er svo mikill söknuður að vera ekki í hringiðunni, standa á sviðinu og fá beint í æð gleðina, senda börnin með eitthvað gott í hjartað út í lífið,“ segir hún. Hrefna segir alls konar hugmyndir á teikniborðinu en ekkert sem hún getur sagt frá enn sem komið er. Hvort Skoppa og Skrítla verði komnar aftur á fjalirnar verði tíminn að leiða í ljós. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Krakkar Leikhús Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira
Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttur lögðu skotthúfurnar á hilluna, að því er þær héldu endanlega, árið 2021 eftir átján ár í hlutverkum Skoppu og Skrítlu. Á síðasta ári hlutu þær heiðursverðlaun á Sögum - verðlaunahátíð barnanna og það kveikti í þeim einhvern neista sem varð til þess að þær ákváðu að vekja Skoppu og Skrítlu úr dvala. „Við erum ekki komnar í göngugrindina enn þá. Þannig að við húrrum við okkur bara aftur upp á svið,“ segir Hrefna. Zúmmi, Lúsí, Bakari Svakari, Páll Óskar og Jóhanna Guðrún Hún segir þær hafa ákveðið að efna ekki til hefðbundinnar leiksýningar heldur tónleikasýningar. Þeim hafi fundist sárlega vanta stuðtónleika fyrir yngra fólkið á aðventunni. Eins konar Baggalút fyrir börn, eins og hún orðar það. „Þannig við ákváðum bara að gera eitthvað í því,“ segir Hrefna. Einvalalið stígur á stokk.Aðsend Að tónleikasýningunni sem ber nafnið „Jólapartý Skoppu og Skrítlu“ stendur einvalalið barna og fullorðinna. Fram koma Jóhanna Guðrún og Páll Óskar og á henni má sjá bregða fyrir góðkunnum persónum úr skáldheimi Skoppu og Skrítlu á borð við Zúmma, Lúsí og Bakara Svakara. Stífar æfingar séu þegar hafnar og hún fagnar því að geta loksins sagt frá því sem er í vændum eftir margra mánaða undirbúningstímabil. Hrefna segir að um sé að ræða fjölskyldusamverustund af bestu gerð og ærið tilefni að hrinda af stað miðasölunni strax í sumar þegar enn á eftir að taka frá aðventukvöld og foreldrar eigi meira á milli handanna. Alls konar í pípunum Hrefna segist ekkert endilega hafa búist við því að taka upp skotthúfuna á nýjan leik. Þær Linda hafi tekið mjög meðvitaða ákvörðun um að hætta á sínum tíma. „Eftir 20 ár var þetta orðið pínu þreytt, maður er orðinn 50 plús á mánudagsmorgni klukkan níu að hoppa og hoja einhvers staðar, sem var frábært á meðan varði, en okkur fannst það vera búið að renna sitt skeið,“ segir hún. „En þessi sviðsbaktería er svo rosaleg og það er svo mikill söknuður að vera ekki í hringiðunni, standa á sviðinu og fá beint í æð gleðina, senda börnin með eitthvað gott í hjartað út í lífið,“ segir hún. Hrefna segir alls konar hugmyndir á teikniborðinu en ekkert sem hún getur sagt frá enn sem komið er. Hvort Skoppa og Skrítla verði komnar aftur á fjalirnar verði tíminn að leiða í ljós.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Krakkar Leikhús Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira