Fordæmir vinnubrögð njósnaranna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 10:06 Björgólfur segir rangt með farið í umfjöllun Kveiks. Hann hafi aldrei fengið neinar upptökur afhentar frá PPP. Félagið hafi þá fengið átta milljónir greiddar, en ekki 33. Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður segir að PPP, félagið sem njósnaði um hóp fólks haustið 2012, hafi kynnt starfsemi sína sem löglega upplýsingaöflun. Hann hafi aldrei fengið neinar upptökur afhentar. Þá hafi ekki verið greiddar 33 milljónir fyrir upplýsingaöflunina, heldur átta. Hann hafi ekkert með leka út úr embætti sérstaks saksóknara að gera. Í lok apríl var greint frá því að njósnaaðgerðir frá árinu 2012 tengdust deilum Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman, tveggja auðugustu manna landsins. Í sjónvarpsþættinum Kveik á RÚV var fjallað um njósnaaðgerðir sem stóðu yfir þriggja mánaða tímabil haustið 2012, sem áttu að hafa beinst að hópi fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum sem stóð í málaferlum gegn Björgólfi, en hann var stærsti eigandi hans. Björgólfur hefur ekki viljað tjá sig um fréttaflutning af málinu, fyrr en nú. Í yfirlýsingu frá Björgólfi segir að hann hafi kosið að svara ekki strax ásökunum sem á hann hafi verið bornar, þar sem langt væri liðið frá umræddum atburðum og sannreyna hafi þurft upplýsingar sem fram komu. Í grunninn snúi málið að meintum gagnaleka á viðkvæmum upplýsingum í fórum stjórnvalda. Aðrir en hann hafi höndlað með þau gögn, og því segir Björgólfur það ekki sitt að svara fyrir það. Hafi séð upptökurnar á sama tíma og aðrir „Sá hluti málsins sem tengist mér og sneri að fullyrðingum um meintar njósnir á mínum vegum eru einfaldlega rangar. Upptökur sem sýndar voru í þættinum sá ég fyrst þann 30. apríl — á sama tíma og aðrir landsmenn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að árið 2012 hafi fulltrúar félagsins PPP (pars Per Pars) boðið sig fram að fyrra bragði til að afla upplýsinga um fólk sem stóð að hópmálsókninni. Þá hafi PPP áður starfað fyrir opinbera aðila og lögmannsstofur, og starfsemin verið kynnt sem lögleg upplýsingaöflun. „Nokkrar staðreyndavillur komu fram í þætti Kveiks. Til að mynda voru, samkvæmt bókhaldsgögnum, greiddar 8 milljónir króna fyrir verkefnið, en ekki 33 milljónir eins og haldið hefur verið fram. Það kom mér í opna skjöldu að sjá í Kveiksþættinum hversu langt starfsmenn PPP gengu í tengslum við þessar rannsóknir. Upptökur voru aldrei afhentar mér né starfsfólki mínu og voru því aldrei nýttar af okkur á nokkurn hátt. Það kom ekkert út úr þessu verkefni og engin frekari verkkaup urðu af okkar hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Fagnar framtaki ráðherra Björgólfi þyki miður að persónuupplýsingum fólks hafi verið safnað og setið verið um heimili þess. „Slík vinnubrögð fordæmi ég og hefði aldrei samþykkt ef þau hefðu verið mér ljós.“ Þá segist Björgólfur fagna því að dómsmálaráðherra hafi beint sjónum sínum að því hvernig trúnaðarupplýsingum inni hjá embætti sérstaks saksóknara hafi verið lekið, og hverjir hafi keypt þau gögn. „Ég hef ekkert með það lekamál að gera.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. 15. maí 2025 09:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Í lok apríl var greint frá því að njósnaaðgerðir frá árinu 2012 tengdust deilum Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman, tveggja auðugustu manna landsins. Í sjónvarpsþættinum Kveik á RÚV var fjallað um njósnaaðgerðir sem stóðu yfir þriggja mánaða tímabil haustið 2012, sem áttu að hafa beinst að hópi fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum sem stóð í málaferlum gegn Björgólfi, en hann var stærsti eigandi hans. Björgólfur hefur ekki viljað tjá sig um fréttaflutning af málinu, fyrr en nú. Í yfirlýsingu frá Björgólfi segir að hann hafi kosið að svara ekki strax ásökunum sem á hann hafi verið bornar, þar sem langt væri liðið frá umræddum atburðum og sannreyna hafi þurft upplýsingar sem fram komu. Í grunninn snúi málið að meintum gagnaleka á viðkvæmum upplýsingum í fórum stjórnvalda. Aðrir en hann hafi höndlað með þau gögn, og því segir Björgólfur það ekki sitt að svara fyrir það. Hafi séð upptökurnar á sama tíma og aðrir „Sá hluti málsins sem tengist mér og sneri að fullyrðingum um meintar njósnir á mínum vegum eru einfaldlega rangar. Upptökur sem sýndar voru í þættinum sá ég fyrst þann 30. apríl — á sama tíma og aðrir landsmenn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að árið 2012 hafi fulltrúar félagsins PPP (pars Per Pars) boðið sig fram að fyrra bragði til að afla upplýsinga um fólk sem stóð að hópmálsókninni. Þá hafi PPP áður starfað fyrir opinbera aðila og lögmannsstofur, og starfsemin verið kynnt sem lögleg upplýsingaöflun. „Nokkrar staðreyndavillur komu fram í þætti Kveiks. Til að mynda voru, samkvæmt bókhaldsgögnum, greiddar 8 milljónir króna fyrir verkefnið, en ekki 33 milljónir eins og haldið hefur verið fram. Það kom mér í opna skjöldu að sjá í Kveiksþættinum hversu langt starfsmenn PPP gengu í tengslum við þessar rannsóknir. Upptökur voru aldrei afhentar mér né starfsfólki mínu og voru því aldrei nýttar af okkur á nokkurn hátt. Það kom ekkert út úr þessu verkefni og engin frekari verkkaup urðu af okkar hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Fagnar framtaki ráðherra Björgólfi þyki miður að persónuupplýsingum fólks hafi verið safnað og setið verið um heimili þess. „Slík vinnubrögð fordæmi ég og hefði aldrei samþykkt ef þau hefðu verið mér ljós.“ Þá segist Björgólfur fagna því að dómsmálaráðherra hafi beint sjónum sínum að því hvernig trúnaðarupplýsingum inni hjá embætti sérstaks saksóknara hafi verið lekið, og hverjir hafi keypt þau gögn. „Ég hef ekkert með það lekamál að gera.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. 15. maí 2025 09:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. 15. maí 2025 09:15