Útlendingaandúð sé vinsæl leið til að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 13:44 Sema Erla Serdaroglu er formaður og stofnandi Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn samtakanna Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur miklar áhyggjur af aukinni andúð og fyrirlitningu í garð fólks á flótta. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að þessi andúð birtist bæði í net- og raunheimum. Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44
„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34
Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent