Bensínstöðvardíll og Birkimelur Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. maí 2025 18:32 Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun