Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands í Japan Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 17:29 Höllu hefur verið vel tekið í Japan í opinberri heimsókn sinni. Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir var heiðursgestur. Yfirskrift dagsins var Friður og jafnrétti þar sem fjölmörgum gestum gafst kostur á að kynnast landi og þjóð í gegnum fjölbreytta viðburði. Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum. Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum.
Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira