Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands í Japan Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 17:29 Höllu hefur verið vel tekið í Japan í opinberri heimsókn sinni. Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir var heiðursgestur. Yfirskrift dagsins var Friður og jafnrétti þar sem fjölmörgum gestum gafst kostur á að kynnast landi og þjóð í gegnum fjölbreytta viðburði. Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum. Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum.
Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira