„Þetta er mjög þungt og erfitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2025 14:40 Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þunga og erfiða stemmningu á skrifstofum fyrirtækisins eftir að fimm flugumferðarstjórum var sagt upp störfum í morgun vegna brota í starfi. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Það er til rannsóknar hjá Samgöngustofu. Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“ Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“
Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira