Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2025 21:48 Katie McCabe kann að skemmta sér. Harry Murphy/Getty Images Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins. Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira