Tveir löðrungar og fall líklega ekki orsök andlátsins Jón Þór Stefánsson skrifar 1. júní 2025 07:03 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Réttarmeinafræðingur sem rannsakaði lík í Kiðjabergsmálinu svokallaða sagði ekki hægt að tengja tvo löðrunga og fall til jarðar við áverkana sem voru á hinum látna. Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Réttarmeinafræðingur sem bæði rannsakaði líkið á vettvangi og framkvæmdi krufningu á því gaf skýrslu fyrir dómi í vikunni. Hann ræddi sérstaklega um áverka á höfði hins látna sem hann taldi hafa verið meginorsök andlátsins. Hann sagðist ekki hafa séð neitt áhald á vettvangi, né að neitt slíkt hafi verið borið undir hann, sem passi við áverkann. Saksóknari bar inniskó sem sakborningurinn mun hafa verið í morguninn þegar atvik málsins áttu sér stað undir réttarmeinafræðinginn. Fram kom í aðalmeðferðinni að blóð hafi fundist á sóla inniskónna. Líkt og með aðra muni sagði hann langsótt að tengja þá við höfuðáverkann. Hinn látni var líka með áverka á hálsi. Sá áverki var samt nokkuð ósértækur að sögn réttarmeinafræðingsins. Því væri erfitt að reyna að draga ályktun um hvort inniskórnir hefðu komið við sögu eða ekki þegar þeir mynduðust. Elimar Hauksson, verjandi Gedirninas, talaði um að mögulega hefði blóð verið á sólanum vegna þess að stigið hafi verið á blóðblett. Dánartímarannsóknir frumstæð vísindi Í skýrslu réttarmeinafræðingsins sagði að dánarstund hins látna hefði verið einhverntímann á klukkustundunum í kringum klukkan 11:30 þennan morgun. Réttarmeinafræðingurinn sagði viljandi gert að nota loðið orðalag þarna, þar sem mjög erfitt væri að setja vikmörk á tímasetningu andlátsins. Hann sagði dánartímarannsóknir mjög frumstæð vísindi. Hann sagði að sannarlegt hitastig hins látna og á svæðinu ekki liggja fyrir áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang, og einnar gráðu breyting á því gæti breytt ætlaðri tímasetningu um margar klukkustundir. Þá sagði hann lítinn mun á „ferskleika“ helstu áverkana á líkinu, sem var þó líka með einhverja eldri minni háttar gróandi áverka. Það þýddi að þessir helstu áverkar hefðu líklega komið til sólarhringinn fyrir andlátið. Líklega ekki lengi á lífi með heilaáverka Hinn látni var með mikla áverka á heila, og að sögn réttarmeinafræðingsins er ansi ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Hann fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn telur ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Fall niður bústaðinn líka ólíklegt Gedirninas, sakborningur málsins, hefur neitað sök, en hefur þó viðurkennt að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Að sögn réttarmeinafræðingsins gengur ekki upp að hinn látni hafi hlotið áverka sína vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í skýrslutöku velti Gedirninas því upp hvort áverkarnir á Viktorias hafi komið til vegna falls úr meiri hæð. Hann talaði um að þennan sama morgun hafi Viktorias verið að klifra upp bústaðinn. Réttarmeinafræðingurinn telur ólíklegt að fall þaðan hafi valdið áverkunum, eða þá fall af stiga af svefnlofti hússins. Hann tók fram að áverkar sem þessir gætu komið til vegna falls niður fjallshlíð. Að sögn réttarmeinafræðingsins var hinn látni með áverka í heila sem voru líklega eftir snarpar og þungar hreyfingar. Líklega væru þeir eftir einhvern fjölda högga, en ómögulegt væri að telja hversu mörg þau væru. Líklegast væri að áverkanir hefðu komið til eftir hnefahögg og spörk, eða vegna kraft sem væru áþekkir því. Barefli væri ólíklegt. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Réttarmeinafræðingur sem bæði rannsakaði líkið á vettvangi og framkvæmdi krufningu á því gaf skýrslu fyrir dómi í vikunni. Hann ræddi sérstaklega um áverka á höfði hins látna sem hann taldi hafa verið meginorsök andlátsins. Hann sagðist ekki hafa séð neitt áhald á vettvangi, né að neitt slíkt hafi verið borið undir hann, sem passi við áverkann. Saksóknari bar inniskó sem sakborningurinn mun hafa verið í morguninn þegar atvik málsins áttu sér stað undir réttarmeinafræðinginn. Fram kom í aðalmeðferðinni að blóð hafi fundist á sóla inniskónna. Líkt og með aðra muni sagði hann langsótt að tengja þá við höfuðáverkann. Hinn látni var líka með áverka á hálsi. Sá áverki var samt nokkuð ósértækur að sögn réttarmeinafræðingsins. Því væri erfitt að reyna að draga ályktun um hvort inniskórnir hefðu komið við sögu eða ekki þegar þeir mynduðust. Elimar Hauksson, verjandi Gedirninas, talaði um að mögulega hefði blóð verið á sólanum vegna þess að stigið hafi verið á blóðblett. Dánartímarannsóknir frumstæð vísindi Í skýrslu réttarmeinafræðingsins sagði að dánarstund hins látna hefði verið einhverntímann á klukkustundunum í kringum klukkan 11:30 þennan morgun. Réttarmeinafræðingurinn sagði viljandi gert að nota loðið orðalag þarna, þar sem mjög erfitt væri að setja vikmörk á tímasetningu andlátsins. Hann sagði dánartímarannsóknir mjög frumstæð vísindi. Hann sagði að sannarlegt hitastig hins látna og á svæðinu ekki liggja fyrir áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang, og einnar gráðu breyting á því gæti breytt ætlaðri tímasetningu um margar klukkustundir. Þá sagði hann lítinn mun á „ferskleika“ helstu áverkana á líkinu, sem var þó líka með einhverja eldri minni háttar gróandi áverka. Það þýddi að þessir helstu áverkar hefðu líklega komið til sólarhringinn fyrir andlátið. Líklega ekki lengi á lífi með heilaáverka Hinn látni var með mikla áverka á heila, og að sögn réttarmeinafræðingsins er ansi ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Hann fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn telur ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Fall niður bústaðinn líka ólíklegt Gedirninas, sakborningur málsins, hefur neitað sök, en hefur þó viðurkennt að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Að sögn réttarmeinafræðingsins gengur ekki upp að hinn látni hafi hlotið áverka sína vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í skýrslutöku velti Gedirninas því upp hvort áverkarnir á Viktorias hafi komið til vegna falls úr meiri hæð. Hann talaði um að þennan sama morgun hafi Viktorias verið að klifra upp bústaðinn. Réttarmeinafræðingurinn telur ólíklegt að fall þaðan hafi valdið áverkunum, eða þá fall af stiga af svefnlofti hússins. Hann tók fram að áverkar sem þessir gætu komið til vegna falls niður fjallshlíð. Að sögn réttarmeinafræðingsins var hinn látni með áverka í heila sem voru líklega eftir snarpar og þungar hreyfingar. Líklega væru þeir eftir einhvern fjölda högga, en ómögulegt væri að telja hversu mörg þau væru. Líklegast væri að áverkanir hefðu komið til eftir hnefahögg og spörk, eða vegna kraft sem væru áþekkir því. Barefli væri ólíklegt.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira