Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 13:49 Volodýmýr Selenskíj (t.v.) og Friedrich Merz (t.h.) við skrifstofur þýska kanslarans í Berlín í dag. AP/Markus Schreiber Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag. Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira