Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 15:00 Mykhailo Mudryk náði að leika fjóra leiki með Chelsea í Sambandsdeildinni og á því sinn þátt í því að koma liðinu í úrslitaleikinn. Getty/Harry Langer Það kom Enzo Maresca, stjóra Chelsea, í opna skjöldu þegar honum var tjáð á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn við Real Betis í kvöld að Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk hefði sést á götum Wroclaw. Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira