Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 09:25 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku. Vísir/Anton Brink/Kvika Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum.
Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira