Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 07:33 Tyrese Haliburton tapaði boltanum aldrei í nótt og átti algjöran stórleik. Getty/Gregory Shamus Það þarf ansi margt að ganga á til þess að það verði ekki Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder sem spila um NBA-meistaratitilinn í ár. Bæði lið eru nú komin í 3-1 í einvígum sínum, í úrslitum austur- og vesturdeildar. Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira