Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 23:22 Það getur verið rándýrt spaug að samþykkja auðkenningarbeiðnir í snjalltækjum án þess að grandskoða þær fyrst. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur. Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir. Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir.
Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira