Ný forysta stefni í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 19:31 Sanna Magdalena Mörtudóttir er hætt í innra starfi Sósíalistaflokksins. Vísir/Bjarni Oddviti Sósíalista í borgarstjórn segir nýja forystu flokksins stefna með hann í ranga átt. Hún hefur hætt öllu innra starfi og flokksmenn þurfa að finna sér nýjan leiðtoga. Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna.
Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55